Úrval - 01.02.1948, Page 90

Úrval - 01.02.1948, Page 90
88 ÚRVAL margt, sem þurfti að segja, var sagt á máli trúarbragðanna. Það var auðvitað betra, að það væri -sagt á því máli, heldur en að það væri látið ósagt. En ég held, að við getum nú skýrt hlutina bet- ur og nákvæmar. Ég ætla að nefna nokkur dæmi. Það er rétt- ara að segja, að heimurinn sé gerður samkvæmt áætlun eins skapara, en að segja, að í hverju tré og hverju skýi búi andi, sem stjórni því. Það er enn réttara að segja, að hann sé háður lög- málum, sem við getum uppgötv- að, ef við athugum hann og ger- um tilraunir með hann. Hindúar og Búddatrúarmenn halda, að dýrin hafi réttindi eins og mað- urinn, af því að í þeim búi sálir •dauðra manna, eða sálir, sem eiga eftir að taka sér bólfestu í mönnum; ef ég hef skilið Monsignor Knox rétt, álítur hann, að dýrin hafi enga sál og engin réttindi. Ég held að rétt- ara sé að segja, að dýrin séu komin af sömu forfeðrum og við, og séu nógu lík okkur til þess að eiga kröfu á nokkrum en ekki öllum réttindum, sem mönnunum ber. Loks kenna mörg trúarbrögð, að ef við elskum náunga okkar, munum við að launum hljóta hamingju, venjulega í öðru lífi. Nútíma sálfræðingar segja að óvinátta í garð náunga okkar sé ekki annað en spegilmynd af baráttu innra með okkur sjálfum. Ef þú hatar náunga þinn, fer ekki hjá því að þú hatir sjálfan þig, og þá ert þú óhamingjusamur, jafnvel þó að þú sért heilsu- hraustur, ríkur, og menntaður. Ég trúi því, að sannleikurinn sé ákaflega mikilvægur, þótt ekki sé nema sem leiðarvísir til réttrar breytni, og að við eig- um ekki að setja fram neina kenningu sem algeran sannleika nema við álítum, að hún sé að minnsta kosti nógu nærri sann- leikanum til þess að geta verið slíkur leiðarvísir. 1 síðasta út- varpserindi mínu sagði ég, að ég áliti, að ekki ætti að segja börnum söguna af örkinni hans Nóa sem sanna sögu, og bréfrit- ari í ,,The Listener" mótmælti þessu. Ég held, að sagan sé ágæt, og að öll börn ættu að fá að heyra hana og margar aðr- ar sögur aftan úr grárri forn- öld. En ef börnunum er kennt, að hún sé sönn samtímis því, sem þeim er kennt, að morð og þjófnaður séu illvirki, munu þau sennilega, þegar þau komast að raun um, að til er meira en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.