Úrval - 01.02.1948, Page 112

Úrval - 01.02.1948, Page 112
110 ÚRVAL reið Troilusar í Trójuborg. Hann var umkringdur miklum mannfjölda, en tók ekki eftir neinu (það var hægt að sjá það á svip hans), nema augum Cres- sidu, sem horfði á hann úr glugga, en Pandarus laut bros- andi yfir öxl hennar. „En hvað þessi mynd er fjar- stæðukennd og töfrandi!" hróp- aði Spode upp yfir sig. „Ó, þér hafið tekið eftir Troi- lusi mínum.“ Það var ánægju- hreimur í rödd Badgerys. „Hvílíkt litasamræmi! Það er engu líkara en Etty hafi málað þetta, það er aðeins kröftugra, og fegurðin liggur ekki eins í augum uppi. Þrótturinn minnir á Haydon. En Haydon myndi aldrei hafa tekizt að mála svo óaðfinnanlega mynd. Eftir hvern er hún?“ „Þér gátuð rétt til, þegar þér minntust á Haydon,“ svaraði Badgery lávarður. „Málverkið er eftir nemanda hans, Tillotson. Ég vildi óska, að ég gæti náð í fleiri af myndum hans. En það veit enginn neitt um hann. Það virðist liggja svo lítið eftir hann.“ Nú var það ungi maðurinn, sem tók fram í. „Tillotson, Tillotson ...“ Hann tók hendinni um ennið og gretti sig. „Nei ... jú, þama kom það.“ Hann leit upp sigri- hrósandi, og svipur hans var bæði hátíðlegur og barnalegmv „Tillotson, Walter Tillotson — hann er enn á lífi.“ Badgery brosti. „Þessi mynd var máluð árið 1846.“ „Það getur rétt verið. Setjum svo, að hann hafi fæðzt árið 1820, málað þetta snilldarverk, þegar hann var tuttugu og sex ára, og nú er 1913; hann er þá ekki nema níutíu og þriggja ára gamall. Hann er ekki enn orð- inn eins gamall og Titian varð.“ „En það hefur ekkert frétzt af honum síðan 1869,“ andmælti Badgery lávarður. „Kemur heim. Þegar þér nefnduð nafnið, þá minnti það mig á uppgötvun, sem ég gerði, þegar ég var að líta yfir dánar- greinar í skjalasafni World’s Re- view. (Við verðum að endurbæta þær árlega, til þess að standa ekki uppi eins og glópar, ef ein- hver af þessum gömlu fuglum tæki upp á að deyja snögg- lega). Jæja, í þessu greinasafni var — ég man, hvað ég varð undrandi — æviágrip Walters Tillotsons. Þetta æviágrip var allítarlegt til ársins 1860, en svo
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.