Úrval - 01.02.1948, Page 114

Úrval - 01.02.1948, Page 114
.112 ÚRVAL Hve herbergið yrði fagurt! Það myndi ekki eiga sinn líka um víða veröld. Veggmyndirnar, arininn, speglarnir, loftið .. . Og lítill, skorpinn öldungur, sem hlypi fram og aftur um verkpallinn, kvikur og snar eins og aparnir í dýragarðinum, og málaði og málaði ... Hektor og Andromache ... Badgery lávarður var sofnaður. Spode lét ekki bíða iengi eftir sér. Hann var kominn heim til Badgerys klukkan sex. Lávarð- urinn var í nítjándu aldar her- berginu, önnum kafinn við að rýma til. Hann var sveittur og móður, þegar Spode bar að. „Ó, það eruð þér,“ sagði Bad- gery lávarður. „Þér sjáið, að ég er að undirbúa komu snill- ingsins. Þér verðið að segja mér eitthvað frá honum.“ „Hann er jafnvel eldri en ég hélt,“ sagði Spode. „Hann verð- ur níutíu og sjö ára í ár — fædd- ur 1816. Ótrúlegt en satt! Jæja, það er annars réttast, að ég byrji á byrjuninni." „Byrjið þar sem yður sýnist,“ sagði Badgery kumpánlega. „Ég ætla ekki að fara að segja frá leitinni í einstökum atrið- um. Þér getið ekki ímyndað yð- ur, hve erfitt var að finna hann. Það var eins og Sherloek Holmes saga, ákaflega flókið, of flókið. Ég ætla einhverntíma að skrifa bók um það. En ég fann hann þó á endanum." „Hvar?“ „I hálfgerðu fátækrahverfi í Holloway, eldri, fátækari og ein- manalegri en hægt er að hugsa sér. Ég komst að því, hvernig á því stóð, að fólk gleymdi hon- um, hvers vegna hann hvarf sjónum manna. Hann fekk þá hugmynd, um 1860, að fara til Palestínu, til þess að mála biblíu- myndir. Jæja, hann fór til Jerú- salem, Líbanonsfjalls og víðar, og svo fór hann til Litlu Asíu, og þar saf hann fastur. Hann sat þar fastur í fjóra áratugi.“ „Hvað var hann að gera allan þennan tíma?“ „Ó, hann málaði, kom á fót trúboði og sneri þrem Tyrkjum til réttrar trúar. Og hann kenndi innlendum höfðingjum undir- stöðuatriðin í ensku, latínu, teikningu og guð má vita hverju. Um 1904 hefur honum komið til hugar, að hann væri tekinn að eldast og hefði verið lengi að heiman. Hann hélt því aftur heim til Englands, en þá komst hann að raun um, að allir, sem hann hafði þekkt, voru dán-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.