Úrval - 01.02.1948, Page 117

Úrval - 01.02.1948, Page 117
TILLOTSON-SAMSÆTIÐ 115 frásögur gamla mannsins um Litlu Asíu, málverkasýrönguna miklu ’51 og Benjamin Robert Haydon. Hann kenndi mjög í örjósti um þenna forngrip frá liðinni öld. Herbergi Tillotsons var um tíu fet undir yfirborði jarðar. Grá skíma smaug milli járnriml- anna á gangstéttargrófinni og inn um óhreinar gluggarúðum- ar, síðan rann hún saman við skugga kytrunnar eins ogmjólk- urdropi, sem fellur í blekbyttu. Að vitum manns lagði fýlu af saggaþrungnu veggfóðri og fún- um viði. Ósamstæð húsgögnin, rúm, þvottagrind, kommóða, borð og tveir stólar, hímdu í dimmum skotum herbergisins eða gægðust laumulega fram í birtuna. Hingað kom Spode nærri daglega og færði gamla manninum fréttir af undirbún- ingi samsætisins. Tillotson sat alltaf á sama stað við gluggann, eins og hann væri að baða sig í daufri birtunni. „Elzti maður, sem nokkurntíma hefur borið gráar hærur,“ hugsaði Spode með sér, þegar hann virti hann fyrir sér. En það voru ekki nema nokkur hár eftir á sköilóttu, gljáandi höfðinu. Þegar gest- urinn barði að dyrum, sneri Til- lotson sér í stólnum og horfði í áttina til dyranna með sljóum, deplandi augum. Hann var sífellt að afsaka sig vegna þess, að hann var svo lengi að átta sig á því, hver kominn var. ,,Ég ætla mér ekki að móðga með þessu,“ var hann vanur að segja, þegar hann hafði spurt. „Það er ekki af því, að ég haf'i gleymt yður. En það er svo dimmt og sjónin er orðin slæm.“ Svo rak hann ævinlega upp hlátur, benti út um gluggann, upp í gangstéttargrófina og sagði: „Þetta er staður fyrir þann, sem hefur góða sjón. Hér er hægt að horfa á ökla.“ Það var daginn fyrir hinn mikla viðburð, Spode kom eins og venjulega, Tillotson sagði f yndnina um öklana eins og vant var og Spode hló að henni, eins og hann hafði alltaf gert. „Jæja, herra Tillotson,“ sagði hann, þegar áhrif fyndninnar voru dáin út, „á morgun er dag- ur endurkomu yðar í heim list- ar og tízku. Þér munuð verða var ýmissa breytinga.“ „Ég hef alltaf verið sérstak- lega heppinn,“ sagði Tillotson, og Spode sá það á svip hans, að hann trúði því, að hann var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.