Úrval - 01.02.1948, Side 118

Úrval - 01.02.1948, Side 118
116 ÚRVAL búinn að gleyma herbergiskytr- unni, veggjalúsunum og þeim fáu skildingum, sem enn forðuðu honum frá því að verða að fara í fátækrahælið. „Hvílík dæma- laus heppni, að þér skylduð hafa upp á mér einmitt núna. Ég fæ peninga, og eftir dálítinn tíma — hver veit? — verð ég aftur búinn að fá nógu góða sjón, til þess að geta málað. Mér finnst sjónin vera skárri. Ó, framtíðin er glæsileg.“ Tillotson leit upp, brosti út undir eyru og kinkaði kolli, til áherzlu orðum sínum. „Trúið þér á lífið eftir dauð- ann?“ sagði Spode, en roðnaði um Ieið af blygðun yfir misk- unnarleysi orða sinna. En Tillotson var í allt of góðu skapi, til þess að skilja. þýðingu þeirra. „Lífið eftir dauðann,“ endur- tók hann. „Nei, ég hef ekki trú- að á svoleiðis þrugl — ekki síð- an 1859. „Uppruni tegundanna" breytti skoðunum mínum, skilj- ið þér. Ekkert líf eftir dauðann mér til handa, þakka yður fyrir! Þér munið auðvitað ekki eftir uppnáminu, sem sú bók vakti. Þér eruð svo ungur, hr. Spode.“ „Jæja, ég er ekki eins gamall og ég var,“ svaraði Spode. „Þér vitið, hvað maður getur verið fullorðinn, þegar maður er skólapiltur. Nú er ég orðinn nógu gamall til þess að gera mér ljóst, að ég er ungur.“ Spode var að hugsa um að ræða þessa mótsögn dálítið nán- ar, en hann veitti því athygli, að Tillotson hlustaði ekki á hann. Hann hugsaði sér að nota þessa gáfulegu athugasemd síðar með- al fólks, sem kunni betur að meta slíkt andríki. „Þér voruð að tala um „Upp- runa tegundanna" eftirDarwin,“ sagði hann. „Var ég að því?“ sagði Till- otson eins og hann vaknaði af draumi. „Um áhrifin, sem bókin hafði á trúarlíf yðar, herra Tillotson.“ „Já, alveg rétt. Hún gerði mig trúlausan. En ég minnist fagurs ljóðs eftir lárviðarskáldið okk- ar, eitthvað á þá leið, að það sé meiri trú í heiðarlegum efa held- ur en í öllu ... öllu . .. ég er bú- inn að gleyma hverju, en þér skiljið, hvað ég á við. Ó, þetta var erfiður tími fyrir trúna. Ég er feginn, að Haydon, kennarinn minn, lifði hann ekki. Hann var mikill ákafamaður. Ég man eftir því, að hann gekk um gólf í vinnustofu sinni, og söng, hróp-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.