Úrval - 01.02.1948, Side 122

Úrval - 01.02.1948, Side 122
120 tjRVAL ekki nema þrjú, var það aðeins með erfiðismunum, að Spode tókst að aftra því, að hann færi tafarlaust að búa sig. „Verið þér bara rólegur, herra Tillotson, bara rólegur. Við leggjum ekki af stað fyrr en klukkan hálf átta.“ Spode fór klukkustundu síðar, og hann var ekki fyrr kominn út úr herberginu en Tillotson fór að búa sig til veizlunnar. Hann kveikti á gasinu og nokkrum kertum, deplaði augunum fram- an í mynd sína í speglinum á kommóðunni og tók til starfa með svipuðum áhuga og ung stúlka, sem er að búa sig á fyrsta dansleik sinn. Klukkan sex, þegar hann hafði lagt síð- ustu hönd á verkið, var hann sæmilega ánægður með árangur- inn. Hann gekk um gólf, fram og aftur, og raulaði gamla gaman- vísu fyrir munni sér. Spode kom klukkustundu síð- ar í annari Rolls-Roycebifreið Badgerys lávarðar. Þegar hann opnaði dyrnar á herbergiskytru gamla mannsins, stóð hann nokkra stund alveg forviða á þröskuldinum. Tillotson stóð við kaldan arininn, studdi öðrum olnboga á arinhylluna og var með krosslagða fætur eins og fágaður heimsmaður. Birtan frá kertunum, sem féll á andlit hans, dýpkaði hverja hrukku með kolsvörtum skugga, hann var frámunalega ellilegur. Svipurinn var göfugur og átakanlegur. Á hinn bóginn voru þrautslitin samkvæmisföt Borehams blátt áfram hræðileg. Jakkinn var of síður, og buxurnar voru í pok- um um öklana. Það var jafnvel hægt að sjá suma fitublettina við kertaljósið. Hvíta slifsið, sem Tillotson hafði vandað sig svo mjög við að hnýta, og tal- ið, að færi með afbrigðum vel, var rammskakkt. Hann hafði hneppt vestinu þannig, að einn hnappinn vantaði hnappagat og eitt hnappagatið vantaði hnapp. Þvert yfir skyrtubrjóstið hafði hann fest breiðan, grænan borða einhverrar ókunnrar orðu. Tillotson hætti að raula. „Jæja, Spode, þér eruð þá kominn. Þér sjáið, að ég hef lokið við að búa mig. Fötin fara ágætlega, þau eru eins og sniðin á mig. Ég er þakklátur þeim heiðursmanni, sem var svo góð- ur að lána mér þau; ég skal fara varlega með þau. Það er hættu- legt að lána föt. Því að sá, sem lánar, tapar oft bæði láninu og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.