Úrval - 01.02.1948, Side 126

Úrval - 01.02.1948, Side 126
124 ÚRVAL Ég vona bara, að samskotin gangi vel. Mann langar auðvitað til að gefa meira — en þér vitið, maður hefur svo mikil útgjöld, og tímarnir eru svo erfiðir." ,,Ég skil, ég skil,“ sagði Spode, með tilfinningu. „Það er alltsaman Verka- mannaflokknum að kenna,“ sagði frú Cayman. „Auðvitað kysi ég ekkert heldur en að bjóða honum stöku sinnum til miðdegisverðar. En mér finnst, í sannleika sagt, að hann sé orð- inn of gamall, of farouche og qáteux; maður væri ekki að gera honum góðverk með því, haldið þér það? Og þér starfið hjá Gollamy núna? Hann er yndis- legur maður, svo gáfaður, svo mælskur . ..“ „Eructavit cor meum,“ sagði Tillotson í þriðja sinn. Badgery reyndi að fá hann ofan af um- ræðunum um tyrknesku borð- siðina, en árangurslaust. Klukkan hálf tíu var mild vín- víma búin að svæfa hatrið og tortryggnina, sem verið hafði milli gestanna, áður en gengið var til borðs. Sir Herbert Herne hafði uppgötvað, að ungi lista- maðurinn, sem sat við hlið hans, var ekki geggjaður, og að hann var furðanlega fróður um gömlu snillingana. Ungu mennirnir höfðu að hinu leytinu komizt að raun um, að eldri málararnir voru alls ekki illgjarnir; þeir voru aðeins heimskir og barna- legir. Það var aðeins í hjörtum þeirra frú Nobes, frú Cayman og frú Mandragore, að hatrið ríkti óbreytt. Með því að þær voru hefðarfrúr og gamaldags, höfðu þær varla bragðað á víninu. Nú var komið að ræðuhöld- unum. Badgery lávarður reis úr sæti sínu, mælti viðeigandi ávarps- orð og kvaddi Sir Herbert til að mæla fyrir minni heiðursgests- ins. Sir Herbert hóstaði, brosti og hóf mál sitt. Ræða hans stóð í tuttugu mínútur og hann sagði skrítlur af Gladstone og mörg- um fleirum, vitnaði í Shake- speare og var gáskafullur, mælskur og alvarlegur ... Að ræðunni lokinni afhenti Sir Her- bert Tillotson silkipyngju með fimmtíu og átta sterlingspund- um og tíu shillingum, en þeirri upphæð höfðu samskotin numið. Gestirnir drukku minni öldungs- ins með miklum fagnaðarlátum. Tillotson stóð upp með erfiðis- munum. Skorpið og hrukkótt andlit hans var orðið rjótt; slifs- ið var skakkara en það hafði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.