Úrval - 01.12.1952, Blaðsíða 17
A ÁSTIN AÐ BlÐA HJÖNABANDS?
15
um lengur?“ spurði stúlkan
mig.
Mér var ljóst, að hún yrði að
taka ákvörðun sína sjálf, og
þessvegna svaraði ég ekki spum-
ingu hennar beint. En ég reyndi
að hjálpa henni til að finna svar-
ið, sem þegar hafði mótazt djúpt
í tilfinningum hennar. Hún vildi
giftast. En nútíminn hefur fært
fram mörg rök gegn því að fólk
giftist mjög ungt — bæði efna-
hagsleg og sálfræðileg.
Ríkastur var henni ef til vill
í huga óttinn við að hafna
reynslu, sem hún fengi kannski
aldrei framar tækifæri til að
kynnast.
Þið eruð ástfangin, og á með-
an finnst ykkur að þið munuð
aldrei geta orðið ástfangin aft-
ur. En þar skjátlast ykkur —
trúið mér. Mennirnir hafa ótak-
markaða hæfileika til að verða
ástfangnir, ekki aðeins hver af
öðrum, heldur einnig af hugðar-
efnum, jafnvel hlutum. Þessi
vitneskja er upphaf vizkunn-
ar.
Þannig varð það um þessa
stúlku. Meðan við ræddum sam-
an, fór hún smátt og smátt að
sjá sjálfa sig í nýju ljósi. Ör-
væntingartilfinningin þokaði um
set. Aldurinn og efnahagsvanda-
málin, sem í fyrstu höfðu virzt
óyfirstíganlegur farartálmi,
smækkuðu. Og hin djúprætta
þrá hennar eftir öryggi og
hjónabandi sagði til sín. Að lok-
um bar hún sigur af hólmi.
Þrátt fyrir efnahagsörðugleika,
sem virzt höfðu óyfirstíganlegir,
giftust þau, og að því er ég bezt
veit, hefur hvorugt þeirra nokk-
urn tíma séð eftir því.
Hjónabandið er auðvitað
ströng prófraun — og mörgum
stendur stuggur af prófraunum.
Þeir mæta þeim hikandi, vilja
prófa sig áfram til að sannfæra
sjálfa sig fyrirfram um getu
sína. Þannig var það um aðra
stúlku, sem leitaði ráða hjá mér.
Við skulum kalla hana Maríu.
Rök hennar gegn því að gift-
ast voru þau, að hún vildi fyrst
fullvissa sig um að hún væri
ekki að gera skyssu. Hún vildi
fyrst gera tilraun við aðstæður
sem henni fannst að ekki væru
bindandi.
En hver tilraun hennar á fæt-
ur annarri mistókst, af ástæðu
sem er auðskilin. Ástinni þarf
að fylgja öryggiskennd til þess
að hún gæti notið sín til fulls,
og þá öryggiskennd er aðeins að
finna innan hjónabandsins. Til-
raunir Maríu færðu henni að-
eins öryggisleysi. Hún kvaldist
af ótta við að maðurinn yfir-
gæfi hana, eða að hún brigðist
honum. Hún glataði sjálfstrausti
sínu í árangurslausum tilraun-
um.
Saga Klöru er annað dæmi um
stúlku, sem beið ósigur af því
að hún taldi sig í hópi þeirra
nútímaæskumanna, sem eru ,,ó-
hræddir og vita hvað þeir vilja“.
Hún hafði heyrt nógu mikið
um þá kenningu, að „kynhvötin
sé í eðli sínu ekki frábrugðin