Úrval - 01.12.1952, Blaðsíða 27
LAND SKORTS OG ALLSNÆGTA
25
góðan fiskiflota, búinn nýtízku
veiðitækjum.
En til þess að hægt verði að
koma á þessum endurbótum
arf fyrst að leggja góða vegi.
Quito, höfuðborg landsins, er
að vísu hægt að fá fisk til mat-
ar, en hann er óheyrilega dýr.
Það verður sem sé að flytja
hann með flugvélum frá strönd-
inni, ef hann á að komast
óskemmdur á rnarkað. Yfirleitt
mun hann vera fimmtán til
tuttugu sinnurn dýrari en í
-Osló.
En hvaðan á að fá fé til að
leggja vegi? Rannsóknarnefnd-
in segir að ef komið verði með
aðstoð FAO skipulagi á út-
flutning þeirra vara sem þegar
eru framleiddar í landinu, muni
fást fé til vegagerðar, og í
Ecuador er einmitt gnægð einn-
ar útflutningsvöru, sem hægt
er að selja ótakmarkað, aðeins
ef fundin verðm- rétt söluað-
ferð.
Þessi vara er bananar. Það
vex svo mikið af banönum í
landinu, að þótt fjórði hlutinn
verði að graut við hina erfiðu
flutninga til strandarinnar er
nóg eftir samt. Bananatrén
vaxa allsstaðar — nema nyrzt,
í fjalllendinu. Fólkið bókstaf-
lega veður i banönum — enda
þykja bananar hreint ekki lost-
æti í Ecuador.
Það vantar aðeins að finna
hagniýtustu aðferðina til að
flytja þá út. Það er hægt að
selja þá þroskaða og flytja þá
í kæliskipum. En það er einn-
ig hægt að vinna úr þeim ýmis-
legt annað og auka þannig
verðmæti þeirra og skapa
aukna atvinnu í landinu.
Það hefur verið samin áætl-
un um hagnýtingu banana á
átta mismunandi vegu — og
gert er ráð fyrir að fjórar að-
ferðirnar að minnsta kosti verði
teknar 1 notkun þegar stór-
framleiðslan, sem afla á fjár til
vegagerðar, verður hafin.
1) Iiægt er á einfaldan hátt
að framleiða þurrkaða banana
til sölu bæði í Evrópu og
Bandaríkjunum.
2) Úr óþroskuðum, þurrkuð-
urn banönum má mala banana-
mjöl, sem baka má úr brauð.
Og verði það ekki seljanlegt
erlendis, er að minnsta kosti
hægt að blanda því í brauð
landsmanna sjálfra.
3) Skera má hálfþurra ban-
ana í þunnar sneiðar, þurrka
þær og selja þær sem bragð-
og bætiefni í ýmsa drykki —
fyrst og frernst mjólkurdrykki.
4) Framleiða má konfekt
nær eingöngu úr banönum.
5) Hægt er að flytja út nið-
ursoðna bananasultu og banana-
marmelaði.
6) Ölgerðarhús víða um heim
gætu drýgt hið dýra malt sem
þær nota til ölgerðar með ban-
önum.
7) Ágætt hægðalyf er hægt
að framleiða úr banönum og
mundi það án efa verða vinsælt
víða um heim.
4,