Úrval - 01.12.1952, Blaðsíða 84
•82
TlRVAL
því er cýrenarnir sögðu mér,
og að íbúar landsins sem þeir
komu til hefðu allir verið galdra-
menn.“
Hverju á maður nú að trúa
af þessu? Hinn efagjarni mun
benda á, að þetta sé saga, sem
cýrenar sögðu Heródót, en þeir
heyrðu hana hjá Libýu ,,kon-
ungi“, sem hafði heyrt hana
hjá nokkrum innfæddum mönn-
um, sem aftur höfðu heyrt
hana af vörum nokkurra ungra
ævintýramanna. Auðvitað er
ekki til neins að leita á nú-
tímalandakorti að þessari vin og
þessari borg, og enn síður að
fenjunum miklu og hinum
dvergvöxnu pygmínegrum í
Sahara. En Sahara var einu
sinni stöðuvatn, og það virðist
ekki óhugsandi að einhversstað-
ar í henni hafi enn verið fen
fyrir hálfu þriðja árþúsundi.
Hinir dvergvöxnu pygmínegr-
ar era nú aðeins í Miðafríku, en
þeir voru áreiðanlega miklu út-
breiddari í fornöld. Það er líka
rétt að þeir eru kolsvartir, og
að þeir hafa orð fyrir það með-
al nágrannanna að vera göldr-
óttir. Svo virðist því sem ein-
hver, en að vísu aðeins örlítill,
fótur sé fyrir sögunni um hina
hugdjörfu nasamóna. Og því
hefði verið miður farið, ef Heró-
dót hefði fellt niður söguna
af ótta við að verða sér til at-
hlægis.
En perlurnar í sagnariti
Heródóts — sagan af samtali
Sólons hins vitra og Krösusar
konungs hins auðuga um eðli
sannrar hamingju; frásögnin af
hinni hetjulegu vörn 300 spart-
verja undir stjórn Leónídasar í
Laugaskarði, unz Leónídas og
einn liðsmaður hans stóðu einir
uppi — þessar sögur og margar
jafnfrábærar era sem lýsandi
vitar í menningarsögu manns-
andans, ævarandi f jársjóðir sem
eru sameign alls mannkynsins.
í réttinum.
Kona var ákærð fyrir að hafa myrt manninn sinn. Málflutn-
ingnum var lokið og kviðdómendurnir voru búnir að kveða upp
úrskurð sinn. Loks komu þeir fram og formaður þeirra tilkynnti
að þeir hefðu orðið á eitt sáttir um að sýkna hana. Seinna vitn-
aðist að kona ein í kviðdómnum hafði með fortölum sínum
ráðið mestu um úrslitin. Þegar hún var spurð af hverju hún
hefði sótt svo fast að fá konuna sýknaða, sagði hún: „Ég kenndi
svo í brjósti um hana — ný orðin ekkja, vesalingurinn.“
— English Digest.