Úrval - 01.12.1952, Blaðsíða 104
102
ÚRVAL
ekki til skammar. Hann vann
óvæntan sigur á spánverja og
stóð sig framar öllum vonum
í keppni við einn af austurríkis-
mönnunum. Allir hrifust af
framkomu hans og hann
skemmti sér konunglega. Það
var almennt viðurkennt, að hann
væri mjög efnilegur tennisleik-
ari, og Brabazon ofursti sagði
honum, að þegar hann væri orð-
inn dálítið eldri og hefði feng-
ið meiri æfingu í að keppa við
fyrsta flokks leikmenn, myndi
hann verða föður sínum til sóma.
Keppninni lauk, og hann átti að
fljúga til London daginn eftir.
Til þess að vera sem bezt undir
keppnina búinn, hafði hann lif-
að mjög reglusömu lífi, reykt
lítið, ekki snert áfengi, og farið
snemma að hátta, en þetta síð-
asta kvöld ætlaði hann að nota
til að kynnast lífinu í Monte
Carlo, sem hann hafði heyrt
svo margar sögur af. Það var
haldið opinbert hóf fyrir tennis-
leikarana, og að því loknu fór
hann með þeim í íþróttaklúbb-
inn. Hann hafði ekki komið þar
áður. Það var mikið af aðkomu-
fólki í Monte Carlo, og salirnir
voru troðfullir. Nikki hafði aldr-
ei fyrr séð kúlnaspil nema í
kvikmyndum; hann staðnæmd-
ist eins og í leiðsiu við borðið
sem næst var; spilapeningar af
ýmsum stærðum lágu hingað og
þangað á grænum dúknum, að
því er virtist í algerri ringul-
reið; spilastjórinn sneri hjólinu
snöggt og kastaði niður í það
lítilli, hvítri kúlu. Eftir það sem
manni fannst vera óratími,
stöðvaðist kúlan, og annar spila-
stjóri rakaði kæruleysislega til
sín spilapeningum þeirra, sem
tapað höfðu.
Næst reikaði Nikki þangað,
sem verið var að spila trente et
quarante, en hann botnaði ekk-
ert í því og fannst það leiðin-
legt. Hann sá mannþyrpingu í
næsta sal og færði sig þangað.
Þar var baccarat í fullum gangi
og hann varð strax var við
spenninginn. Látúnsrið var rnilli
áhorfendanna og spilamann-
anna; þeir sátu við borðið, níu
hvorum megin. Það var spilað
um háar upphæðir. Nikki virti
fyrir sér þann sem gaf. Augu
hans voru vökul, en engin svip-
brigði voru sjáanleg á analiti
hans, hvort sem hann vann eða
tapaði. Nikki, sem hafði verið
alinn upp við sparsemi, varð
gripinn einkennilegri, hroll-
kenndri tilfinningu, þegar hann
sá einhvem hætta þúsund pund-
um í einu spili og hlæja síðan
og gera að gamni sínu, þegar
hann tapaði. Þetta var afskap-
lega æsandi. Einn af kunningj-
um hans vék sér að honum.
„Hefur þér gengið vel?“
spurði hann.
„Ég hef ekki verið að spila.“
„Skynsamlegt af þér! Þetta
er bölvað svindl. Komdu og fáðu
þér glas.“
„Eg er til í það.“
Nikki sagði kunningjum sín-
um, að þetta væri í fyrsta