Úrval - 01.12.1952, Blaðsíða 61
HUGKLOFNUN.
59
dumbur, ónæmur fyrir sársauka
og algerlega sinnulaus, þannig
að gefa verður honrnn næringu
gegnum slöngu.
Hugklofinn er venjulega lík-
amlega vanbúinn til þess að
heyja baráttu við umhverfi sitt.
Lífsþróttur hans er lítill. Hann
virðist sljór og seinlátur og er
stundum langtímum saman al-
gerlega aðgerðalaus, líkt og
hann liggi í dvala.
Mestar líkur eru til að hann
sé hár og renglulegur í vexti,
beinastór, mittislaus, vöðvarýr,
hálslangur og með áberandi
framstandandi barkakýli. Venju-
lega hefur hann lítið hjarta og
grannar æðar, og er ekki skap-
aður til að vinna erfiðisvinnu.
Aflgjafarnir — skjaldkirtillinn,
heiladingullinn og kynkyrtlarn-
ir — eru einnig allajafna sein-
virkir, þó að starfsemi þeirra sé
að öðru leyti eðlileg. Og þegar
líkamsheilsa hugklofans biiar, er
það venjulega af völdum ein-
hvers veiklunarsjúkdóms, eins
og t. d. berkla, sem tiltölulega
margir hugklofar deyja úr.
Um arfgengi hugklofnunar er
allt mjög á huldu, en þó bendir
ýmislegt til að það sé einhvers
ráðandi. Dr. Franz Kallman, geð-
veikralæknir og erfðafræðingur
í New York, sem er fróðari um
allt er varðar eineggja tvíbura
en nokkur annar sem ég þekki,
fullyrðir, að ef annar eineggja
tvíburi veikist af hugklofnun,
séu aðeins 15% líkur til að hinn
sleppi. Ef tvíburarnir hafa
verið skildir að í bernsku og alizt
upp við ólíkt umhverfi, vaxa lík-
urnar upp í 25%.
Að mínu áliti koma flestir
hugklofar úr þeim hópi manna
sem nefnast innhverfir — það
eru dulir menn og hæglátir.
Bænir þeirra eru sífellt: „Gerið
það fyrir mig að hafa ekki svona
hátt. Við skulum ekki flana að
neinu. Við skulum hugsa málið
vel fyrst.“
Hegðun innhverfans getur
hneigzt svo mjög til vaxandi hlé-
drægni og flótta frá athöfnum
daglegs lífs, að taugalæknirinn
sjái í henni hættu á geðbilun.
Svo þarf þó ekki að fara, og
oft tekst að snúa þróuninni við.
Það þarf að minnsta kosti eitt-
hvað annað að ske áður en
tengslin við veruleikann slitna
til fulls; hvað það er, vitum við
ekki fyllilega enn.
Hvað er það sem hugklofarn-
ir eru að sækjast eftir með flótta
sínum frá veruleikanum ? Hverj-
ar eru skýringar geðveikralækn-
isins á hegðun þeirra? í flótta
sínum frá veruleikanum leitar
hugklofinn hælis í ímyndana-
heimi sínum. Jafnvel þegar í
bernsku hefur hann sennilega
verið í hópi þeirra barna, sem
við köllum ,,róleg“, „góð“, „feim-
in“, „hlédræg", „einurðarlaus",
,,dul“, ,,ófélagslynd“, „einræn“.
Einnig er sennilegt, að þegar
sem bam hafi hann lifað meira
í dagdraumum en almennt ger-
ist.
Með því er ekki sagt, að dag-