Úrval - 01.12.1952, Blaðsíða 18
16
ÚRVAL
hungurhvötinni og þurfi saðn-
ingar við eins og hún“ til þess
að sannfæra sig um að hún gæti
haft hemil á hvatalífi sínu án
tilfinningasemi meðan hún væri
of ung til að staðfesta ráð sitt.
Hún var framgjörn og vildi
ekki bindast hjúskaparböndum
fyrr en hún hefði skapað sér
stöðu í lífinu. Hún trúði því ein-
læglega, að það væri skaðlegt að
„bæla niður“ hvatir sínar.
Hún vissi ekki, að það er
tvennt ólíkt, að „bæla niður“
hvatir sínar eða halda aftur af
þeim. Þegar við bælum niður
hvöt, neitum við að viðurkenna
fyrir sjálfum okkur að hún sé
til. Þegar við höldum aftur af
hvöt viðurkennum við, að hún
sé til. en neitum að hlýða henni.
Sérhver siðmenntaður maður
er sífellt að halda aftur af hvöt-
um sínum. Við kæmumst ekki
ósködduð gegnum lífið ef við
höguðum okkur í öllu eftir hvöt-
um okkar.
Klara þekkti ekki þennan mis-
mun og trúði því að hún væri
að breyta eins og þroskuð, á-
byrg manneskja þegar hún tók
upp náið samlíf við mann sem
hún bar mikla virðingu fvrir,
þó að hún elskaði hann ekki bá.
í sérhverju sambandi af slíku
tagi fer ekki hiá því að tilfinn-
ingar annars aðilans verði dýpra
snortnar en hins — og þá oft-
ast konunnar. Þannig fór fyrir
Klöru. Hún hélt að hún væri
að leysa vandamál sín með
kaldri, heilbrigðri skvnsemi, en
áður en hún vissi, var hún orðin
alvarlega ástfangin af mannin-
um. Hún varð að þola miklar
andlegar þjáningar, því að þótt
manninum þætti vænt um hana
var hann ófús að kvænast henni.
Dæmin, sem rakin hafa verið
hér að framan, svara að nokkru
leyti spurningunni, sem brennur
margri stúlkunni á vörum: „Af
hverju á ég að bíða?“
Þó að hjónabandið sé ekki
gallalaus stofnun hefur enn ekki
fundizt betri lausn á þessu
vandamáli. Samfélagið hefur
skapað það af því að samlíf karls
og konu getur aðeins orðið á-
vaxtaríkt og fullnægjandi í and-
rúmslofti sem veitir því skilyrði
til fullrar blómgunar. Þau skil-
yrði eru sjaldan fyrir hendi án
þess samþykkis, verndar og
stuðnings, sem samfélagið veit-
ir þeim, er bindast hjúskapar-
böndum. Stúlkan sem heldur að
hálfur biti sé betri en enginn,
teflir sér í mikla hættu.
Hjúskapurinn er ekki óslitin
skemmtiferð. En erfiðleikarnir,
kröfurnar, byrðarnar og hætt-
urnar sem honum fylgja, eru þó
miklu minni en þeir ósigrar og
þær hættur, er verða á vegí
þeirra, sem ætla að grípa gæf-
una utan hans.
Það er ekki auðvelt að segja
við ungt fólk: „Þið verðið að
bíða,“ og sannfæra það um að
verið sé að ráða því heilt. Betra
er að segja: „Möguleikarnir til
að öðlast haming'juna eru miklu
meiri, ef þið bíðið.“