Úrval - 01.12.1952, Blaðsíða 6
4
TJRVAL
um gulnuðu blöðum sögunnar
og fylgjast með örlögum St.
Kilda af frásögnum samtíðar-
vitna. Hinn 29. maí 1696 sigldi
opinn bátur frá Harrissundi á
Suðureyjum í átt til St. Kilda.
Um borð var umboðsmaður eig-
andans og fyrsti sagnfræðing-
ur eyjunnar, Martin Martin.
Hann skrifar: 1 litlu þorpi á
austanverðri eynni búa 200
keltar. Hús þeirra eru lág, reist
úr óhöggnum steini og stráþök-
in eru hnýtt með reipum úr
lyngi. Gegnum lítinn reykháf í
þakinu gægist dauf dagskíma
inn í sótuga baðstofu. Eldivið-
urinn er mór, sem sóttur er upp
í hæðirnar. I þykkum stein-
veggjunum eru svefnhvílur
fólksins. Skepnurnar eru hafðar
í húsi á veturna og eru í sömu
vistarveru og fólkið. Á eynni
er aðeins einn bátur. Á vet-
urna er hann í naust og er full-
ur af grjóti til þess að hann
fjúki ekki, en það var mesta
ógæfa sem hent gat eyjar-
skeggja.“
Árið 1705 sendi „Félagið
til útbreiðslu kristindómsins"
fyrsta prestinn til St. Kilda,
Alexander Buchan. Skýrslur
hans til yfirboðaranna voru
undarlegar og 1728 var sendur
prestur frá Suðureyjum til að
rannsaka störf hans. Hann lýsir
ferð sinni í bréfi:
„Ég- kom til St. Kilda í júní-
lok. Hið ömurlega ástand þar
fékk rnjög á mig. Stóra bóla
hafði geisað þar og af 21 fjöl-
skyldu voru aðeins 4 lifandi og
urðu þær að taka að sér 26
munaðarlaus börn. Einn eyjar-
skeggja hafði farið til Suður-
eyja og veikzt þar og dáið.
Fötin hans voru send til St.
Kilda með næstu bátsferð. Það
var upphaf farsóttarinnar. Sér-
stakt atvik sem sýnir vel hand-
leiðslu guðs varð til þess að
færri dóu en ella. 15. ágúst í
fyrra voru 3 menn og 8 ungl-
ingar fluttir til Borgareyjar og
skyldu þeir vera þar í viku við
hafsúluveiðar. En á þeim tíma
brauzt farsóttin út og flestir
karlmenn á eynni dóu. Það var
ekki hægt að manna bát og
veiðimennirnir á Borgarey kom-
ust ekki heim fyrr en 13. maí í
ár, þegar umboðsmaður eigand-
ans kom í hina árlegu vitjun
sína og bjargaði þeim.“
Þeir bjuggu í helli á eynni um
veturinn og lifðu á fugla- og
kindakjöti, því að nokkrar kind-
ur voru á eynni.
Milli 1759 og 1830 fara litl-
ar sögur af eyjarskeggjum. Ár-
ið 1837 skrifaði séra Neil
Mackenzie eftirfarandi árstíða-
lýsingu í dagbók sína:
„Janúar. Strendur vorar eru
enn auðar og yfirgefnar, en
brátt munu íbúar þeirra koma
aftur. Hafsúla sást 13. þ. m.
Hér er mikið af bláhröfnum og
krákum. Krákurnar eru illa séð-
ar því að þær rífa upp strá-
þökin í leit að korni og skor-
dýrum. Eldiviðarskortur er til-
finnanlegur, og alltaf þegar veð-