Úrval - 01.12.1952, Blaðsíða 99
LlFSREYNSLA
97
„Skemmti hann sér vel?“
„Ég býst við því, að minnsta
kosti hegðaði hann sér eins og
flón.“
„Ha? Hvernig?“
„Hg vildi helzt komast hjá
að ræða það, ef ykkur væri
sama.“
Mennirnir þrír störðu. forviða
á hann.
„Fyrirgefðu, gamli vinur. Þú
átt að gefa.“
Þeir þögnuðu og héldu áfram
að spila. Garnet spilaði svo iila,
að spilanautur hans gat að lok-
um ekki orða bundizt.
„Hver fjandinn gengur eigin-
lega að þér, Henry?“ sagði hann.
„Þú spilar eins og fífl.“
Það kom á Garnet. Honum
var sama þó að hann tapaði
sjálfur, en honum þótti leitt að
hafa valdið tapi spilafélaga síns
með gáleysi sínu.
„Ég held ég verði að hætta
að spila. Ég hélt, að ég yrði
rólegri ef ég tæki nokkra slagi,
en sannleikurinn er sá, að ég get
ekki haft hugann við spilin. Ef
ég á að segja ykkur eins og er,
þá er ég í bölvuðu skapi.“
Þeir ráku allir upp skellihlát-
ur.
„Það er óþarfi að segja okk-
ur það, kunningi. Það er auð-
séð.“
Garnet brosti mæðulega.
„Jæja, ég skal veðja, að þið
væruð líka í slæmu skapi, ef það
sem ég hef orðið fyrir, hefði
komið fyrir ykkur. Ég er nefni-
lega í bannsettri klípu, ef ein-
„Að lesa sögur Maughams er eins
og að hlusta á endurminning'ar manns
sem hefur verið allsstaðar og séð allt
en kærir sig ekki um að sökkva sér
of mikið niður í þær, að taka neitt
of alvarlega eða of léttúðlega. í hcpi
þeirra höfunda sem þrseða einskonar
meðalveg milli þess sem telst til f:á-
bærrar listar annarsvegar og fyrsta
flokks skemmtilestrar hinsvegar er
Somerset Maugham langfremstur.
„Þegar ég var á þrítugs aldri,“
segir hann, og þó án þess að kvarta,
„sögðu gagnrýnendur mínir að ég væri
ruddafenginn, á fertugsaldri sögðu
þeir ég væri léttúðugur, á fimmtugs-
aldri sögðu þeir ég væri kaldúðugur,
á sextugsaldri sögðu þcir ég væri
hæfileikaxnaður, og nú þegar ég er
á sjötugsaldri segja þeir að ég sé
yfirborðsmaður." Þetta er frábær
skilgreining jafnt á þeirn breytingum
sem orðið hafa á smekk almennings
sem á þróun Maughams sjálfs. Kann
hefur verið allt þetta, en eitt hefur
hann aldrei verið: hirðulaus."
— Clifton Fadiman.
hver ykkar gæti ráðlagt mér
hvernig ég á að komast úr henni,
þá yrði ég honum þakklátur."
„Við skulum fá okkur hress-
ingu, meðan þú segir okkur frá
þessu. Ef við þrír — málafærslu-
maður, stjórnarráðsfuiltrúi og
frægur skurðlæknir — getum
ekki gefið þér gott ráð, þá get-
ur það enginn.“
Málafærslumaðurinn stóð upp
og hringdi á þjóninn.
„Það er allt út af strákhvolp-
inum mínum,“ sagði Henry
Garnet.
Vínið var pantað og það kom
á borðið. Og hérna er sagan,
sem Henry Gamet sagði þeim.
Drengurinn, sem hann var að