Úrval - 01.12.1952, Blaðsíða 8
6
ÍTRVAL
á honum til Suðureyja og gátu
þá eyjarskeggjar sjálfir flutt
afurðir sínar. 1 byrjun apríl
1863 lagði báturinn af stað frá
St. Kilda mannaður sjö ungum
mönnum og einni konu. Ferð-
inni var heitið til Suðureyja.
Um nóttina gerði ofsarok og
týndist báturinn með allri
áhöfn. Það var mikil blóðtaka.
I júní 1875 kom John Sands
til St. Kilda með bát umsjónar-
mannsins. Hann er sá gestur
sem lengst hefur dvalið á eynni.
I níu mánuði lifði hann við
sömu kjör og eyjarskeggjar.
Hann segir svo í bók sinni:
„Bátur, mannaður veðurbitnum
mönnum, klæddum í vesti og
bláar, þykkar vaðmálsbuxur,
komu og sóttu mig. Þeir voru
háværir og töluðu allir í einu.
Ég var kynntur prestinum, séra
Mackay, sem settist á stein og
bauð mér að setjast á annan
stein. Hann kvaðst hafa verið
átta ár á eynni og ekki séð
blað í átta mánuði.
Presturinn hafði strangan
aga á söfnuði sínum; messu-
gjörð var í sex og hálfan tíma
á sunnudögum, og auk þess
bænasarnkoma á hverjum
þriðjudegi. Sunnudagurinn var
cbærilega ömurlegur dagur. Mér
fannst ég eins og ugla í eyði-
mörk og þráði að gera eitthvað
syndsamlegt, eins og t. d. að
ganga mér til skemmtunar eða
klifra í klettunum. Eyjar-
skeggjar líktust mest hópi for-
dæmdra þegar þeir skimduðu
allir til kirkjunnar við kall
skipsbjöllunnar. Kirkjan var
fátækleg bygging, með moldar-
gólfi og raka á veggjum. Á
helgum dögum töluðu menn í
hvíslingum, engin börn sáust að
leik og enginn kom í heimsókn.
Atvik sem varpar ljósi á þessa
öfgafullu trúrækni gerðist þeg-
ar skip kom með vörur árið
1877. Skipið lagðist við festar
klukkan hálftíu á laugardags-
kvöldi. Skipstjórinn vildi nota
góða veðrið og byrja á uppskip-
uninni strax. En presturinn
bannaði eyjarskeggjum að taka
þátt í slíku helgidagsbroti, og
dugðu engar fortölur. Á ey eins
og St. Kilda geta slíkar öfgar
orðið afdrifaríkar.
Skömmu eftir komu mína,“
heldur Sand áfram, „var ég við_-
staddur greftrun barns. Á
heimilinu voru konurnar sam-
ankomnar, hinn margliti höf-
uðbúnaður þeirra og rauðgrát-
in andlitin lýstu gegnum mó-
reykinn í lágreistri, dimmri
baðstofunni. Gamall maður
bað langa bæn á keltnesku en
raddir kvennanna voru eins og
grátkór. Faðirinn tók litlu kist-
una undir handlegginn og lagði
af stað upp krókóttan stíginn
upp í kirkjugarðinn. Mér var
sagt að hann væri áður búinn
að missa átta böm.
Sunnudaginn 17. janúar 1876
skeði óvæntur atburður. Þegar
ég leit út um gluggann minn
sá ég hvítan björgunarbát sem
hoppaði á öldunum. Níu menn