Úrval - 01.12.1952, Blaðsíða 110
108
TJR VAL
hún, að því er honum virtist
í óratíma. Kyrrðin var svo mikil,
að Nikka fannst hann heyra
hjarta sitt slá. Svo tók hún
jakkann upp, ákaflega varlega,
stakk hendinni í brjóstvasann
og dró upp úr honum fallegu
þúsundfranka seðlana, sem
Nikki hafði verið svo upp með
sér af að vinna. Hún lét jakk-
ann aftur á sinn stað og lagði
önnur föt ofan á hann, til þess
að svo liti úti sem ekkert hefði
verið hreyft. Síðan stóð hún
góða stund grafkyrr með seðl-
ana í hendinni. Nikki ætlaði í
fyrstu að stökkva fram úr rúm-
inu og koma henni í opna
skjöldu, en stillti sig; bæði var
það, að hann gat varla hreyft
sig fyrir undrun, og svo hitt,
að hann var staddur í ókunnu
hóteli í ókunnu landi, og enginn
vissi hvað af því gat hlotizt, ef
hann hleypti öllu í bál og brand.
Hún horfði á hann. Hann var
með augun hálflokuð og hann
var viss um að hún hélt að hann
væri sofandi. Hún hlaut að heyra
reglulegan andardrátt hans.
Þegar hún var búin að fullvissa
sig um að hann hefði ekki vakn-
að, læddist hún ofurhægt þvert
yfir gólfið. Á smáborði við
gluggann stóð blóm í potti. Nikki
fylgdist nú með henni með gal-
opnum augunum. Blóminu hafði
sýnilega verið komið lauslega
fyrir í pottinum, því að hún lyfti
því upp með því að taka í stöng-
ulinn; hún stakk peninga.seðl-
unum niður í pottinn og setti
blómið aftur á sinn stað. Þetta
var framúrskarandi felustaður.
Engum gat komið til hugar, að
neitt væri falið undir þessan
blómlegu jurt. Hún sléttaði
moldina með f ingrunum og lædd-
ist síðan að rúminu og fór aft-
ur upp í.
„Chéri,“ sagði hún í gælu-
rómi.
Nikki andaði reglulega, eins
og maður í fastasvefni. Unga
frúin sneri sér á hliðina og fór
að sofa. Nikki lá grafkyrr, en
hugur hans var þeim mun at-
hafnasamari. Það svall í hon-
um bræðin út af því, sem hann
hafði séð, og hann dró ekk-
ert úr því, sem hann sagði við
sjálfan sig.
„Hún er ekkert annað en bölv-
uð gæs. Hún og litli drengurinn
hennar og eiginmaðurinn í Mar-
okkó! Svo er hún líka erkiþjóf-
ur; það er hún sannarlega. Hún
hélt að ég væri einhver fáráð-
lingur! Ef hún heldur að hi'm
geti haft eyrisvirði af mér, þá
skjátlast henni.“
Hann var þegar búinn að á-
kveða, hvað hann ætlaði að gera
við peningana, sem hann hafði
unnið svo þægilega. Hann hafði
lengi langað til að eignast bíl
og hafði fundizt það nánasar-
skapur af föður sínum að gefa
sér hann ekki. Jæja, hann ætlaði
að gefa gamla manninum ráðn-
ingu og kaupa sér sjálfur bíl.
Fyrir tuttugu þúsund f ranka gat
hann fengið mjög sæmilegan
notaðan bíl. Hann var staðráð-