Úrval - 01.12.1952, Blaðsíða 87
NÆSTUM FULLORÐINN
85
„Ágætt, þá kem ég seinna
og kaupi hana.“
Hann fór út um dyrnar og
heyrði aftur hurðina skellast á
eftir sér. Ég bið mömmu um
peninga og kaupi mér skamm-
byssu! Aðeins tvo dollara!
Hann stakk þykka verðlistan-
um undir höndina og flýtti sér
heim.
„Hvar hefurðu verið, dreng-
ur?“ Móðir hans hélt á rjúkandi
baunadiski.
„Ég var að tala við strákana
niðri á veginum.“
„En þú veizt að þú mátt ekki
koma of seint í kvöldmatinn.“
Hann settist og lagði verð-
listann á borðbrúnina.
„Farðu út í brunn og þvoðu
þér um hendurnar! Sóðar fá
engan mat hjá mér!“
Hún þreif í öxlina á honum
og ýtti honum af stað. Hann
hrökklaðist út úr herberginu,
en sneri aftur til þess að sækja
verðlistann.
„Hvað er þetta?"
„Það er bara verðlisti,
mamma.“
„Hvar fékkstu hann?“
„Hjá honum Jóa, niðri í búð-
inni.“
„Það er gott. Við getum not-
að hann til einhvers hérna á
heimilinu.“
„Nei, mamrna." Hann þreif í
hann. „Fáðu mér verðlistann
minn, mamma.“
Hún hélt fast í verðlistann
og hvessti augun á son sinn.
„Hættu þessu öskri! Hvað er
að þér? Ertu vitlaus?“
„Góða mamma, láttu mig fá
hann. Ég á hann ekki! Jói á
hann! Hann sagði mér að
skila honum á morgun."
Hún sleppti bókinni. Hann
klöngraðist niður bakdyratröpp-
urnar með þykku bókina undir
hendinni. Þegar hann hafði
skolað af andlitinu og höndun-
um, þreifaði hann sig aftur inn
í eldhúsið og fálmaði eftir
handklæði í horninu. Hann
rakst á stól, sem valt um koll
með braki og brestum. Verð-
listinn datt á gólfið og lá þar
opinn. Þegar hann var búinn að
þurrka sér um augun, þreif
hann bókina og stakk henni aft-
ur undir höndina. Móðir hans
horfði á hann.
„Heyrðu mig, ef þú ætlar að
haga þér eins og fífl út af
þessari bókarskruddu, þá tek ég
hana og brenni henni.“
„Góða mamma, gerðu það
ekki.“
„Setztu þá niður og vertu
kyrr!“
Hann settist og færði olíu-
lampann nær sér. Hann fletti
síðu eftir síðu án þess að taka
eftir matnum, sem móðir hans
hafði sett á borðið. Faðir hans
kom inn. Þvínæst litli bróðir
hans.
„Hvað ertu með þarna,
Dave?“ spurði faðir hans.
„Bara verðlista," svaraði
hann, án þess að líta upp.
„Nei sko, þarna eru þær!“