Úrval - 01.12.1952, Page 87

Úrval - 01.12.1952, Page 87
NÆSTUM FULLORÐINN 85 „Ágætt, þá kem ég seinna og kaupi hana.“ Hann fór út um dyrnar og heyrði aftur hurðina skellast á eftir sér. Ég bið mömmu um peninga og kaupi mér skamm- byssu! Aðeins tvo dollara! Hann stakk þykka verðlistan- um undir höndina og flýtti sér heim. „Hvar hefurðu verið, dreng- ur?“ Móðir hans hélt á rjúkandi baunadiski. „Ég var að tala við strákana niðri á veginum.“ „En þú veizt að þú mátt ekki koma of seint í kvöldmatinn.“ Hann settist og lagði verð- listann á borðbrúnina. „Farðu út í brunn og þvoðu þér um hendurnar! Sóðar fá engan mat hjá mér!“ Hún þreif í öxlina á honum og ýtti honum af stað. Hann hrökklaðist út úr herberginu, en sneri aftur til þess að sækja verðlistann. „Hvað er þetta?" „Það er bara verðlisti, mamma.“ „Hvar fékkstu hann?“ „Hjá honum Jóa, niðri í búð- inni.“ „Það er gott. Við getum not- að hann til einhvers hérna á heimilinu.“ „Nei, mamrna." Hann þreif í hann. „Fáðu mér verðlistann minn, mamma.“ Hún hélt fast í verðlistann og hvessti augun á son sinn. „Hættu þessu öskri! Hvað er að þér? Ertu vitlaus?“ „Góða mamma, láttu mig fá hann. Ég á hann ekki! Jói á hann! Hann sagði mér að skila honum á morgun." Hún sleppti bókinni. Hann klöngraðist niður bakdyratröpp- urnar með þykku bókina undir hendinni. Þegar hann hafði skolað af andlitinu og höndun- um, þreifaði hann sig aftur inn í eldhúsið og fálmaði eftir handklæði í horninu. Hann rakst á stól, sem valt um koll með braki og brestum. Verð- listinn datt á gólfið og lá þar opinn. Þegar hann var búinn að þurrka sér um augun, þreif hann bókina og stakk henni aft- ur undir höndina. Móðir hans horfði á hann. „Heyrðu mig, ef þú ætlar að haga þér eins og fífl út af þessari bókarskruddu, þá tek ég hana og brenni henni.“ „Góða mamma, gerðu það ekki.“ „Setztu þá niður og vertu kyrr!“ Hann settist og færði olíu- lampann nær sér. Hann fletti síðu eftir síðu án þess að taka eftir matnum, sem móðir hans hafði sett á borðið. Faðir hans kom inn. Þvínæst litli bróðir hans. „Hvað ertu með þarna, Dave?“ spurði faðir hans. „Bara verðlista," svaraði hann, án þess að líta upp. „Nei sko, þarna eru þær!“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.