Úrval - 01.12.1952, Blaðsíða 82
■80
ÚRVAL
ánægðan með minnstan heiman-
mund með þeirri stúlku, sem
í boði væri. Þannig hélt hann á-
fram þangað til allar stúlkurnar
höfðu verið boðnar upp.
En kunnasta ferðalag Heró-
dóts var án efa ferð hans til
Egyptalands. Það er í rauninni
fyrsta ítarlega frásögnin, sem
við höfum af Egyptalandi, og
sagnfræðingar styðjast enn við
hana.
Hann ferðaðist mest með
fljótabátum upp hinar breiðu
kvíslar Nílar, með þéttan papýr-
us- og sefgróður á báðar hlið-
ar, þar sem krökt var af krókó-
dílum og hinum heilaga íbis-
fugli, auk flóðhesta. Þegar ofar
kom, þynntist gróðurinn og
sandurinn fór að teygja sig fram
á bakkana unz allur gróður
hvarf og sandurinn ríkti í al-
mætti sínu eins langt og aug-
að eygði. Hann segist hafa kom-
izt alla leið til Elefantín, sem
nú heitir Assuan.
Ferðalög í Egyptalandi eru
ekki hvað sízt merkileg fyrir
það, að þar sér ferðamaðurinn
enn í dag sömu mannvirkin og
Heródót lýsti fyrir 2400 árum.
Og mörg þeirra voru þá þegar
komin allmjög til ára sinna.
Hann lét sér þó ekki nægja að
lýsa mannvirkjum, jafnvel þótt
þau væru mikilfengleg eins og
pýramídarnir og musterin.
Hann hafði lifandi áhuga á sið-
um og háttum fólksins, og hann
segir okkur fyrstur manna frá
múmíum, dýrkun katta og kró-
kódíla, og frá hinum heilaga uxa
Apis og sjakalanum Anubis.*)
Eftir öll hin miklu ferðalög
sín ákvað Heródót að miðla lönd-
um sínum af þeim fróðleik, sem
hann hafði safnað, og varð hann
mjög vinsæll sögumaður. Síðar
tók hann þá sögulegu ákvörð-
un að gera úr þessum frásögn-
um sínum eitt samfellt sagn-
fræðirit. Hinn rauði þráður
verksins skyldi vera lýsing á
því hvernig hin litla gríska þjóð
hratt af höndum sér árásum
persneska heimsveldisins, sem
náði frá Eyjahafi til árinnar
Indus, og frá Kaspíahafi til
landamæra Etíópíu.
Hann vissi fullvel að margt af
því sem hann skráði gat varla
verið satt, en það var það sem
*) Um uxann Apis segir í goðsögum
egypta, að hann varð að vera borinn
af kvígu, sem aldrei hafði verið leidd
undir naut, en orðið þunguð af eld-
ingu. Það var trú egypta, að sólguð-
inn Ósíris tæki sér bólfestu í Apis.
Þegar Apis dó varð að leita meðal
allra kúa landsins að öðrum Apis,
og þegar hann loks fannst var hann
fluttur i helgidóm þar sem hann var
alinn á mjólk í fjóra mánuði. Þvi
næst var hann fluttur til Memfis.
Þar hafði hann tvo sali til umráða
og gátu allir sem vildu séð hann.
Eftir hreyfingum hans og háttalagi
þegar hann át spáðu prestarnir fyrir
gestunum.
Anubis er fornegypzltur guð í
sjakallíki eða með sjakalhöfuð. Hann
er sonur Ósíris, varðmaður hinna
dauou og leiðsögumaður sálnanna í
ríki dauðans, þar sem hann vegur
gjörðir þeirra (hjörtu þeirra) þegar
þær eru leiddar fyrir dómarann.
— Þýð.