Úrval - 01.12.1952, Blaðsíða 100
98
XJRVAL
tala um, var einkasonur hans.
Hann hét Nikulás og auðvitað
var hann kallaður Nikki. Hann
var átján ára. Garnethjónin áttu
auk þess tvær dætur, önnur var
sextán ára, en hin tólf, og þótt
yfirleitt sé talið, að feður séu
hrifnari af dætrum sínurn, var
það nú samt svo að Henry
Garnet hafði meira dálæti
á syninum. Hann var að
vísu góður við dætur sínar og
gaf þeim snotrar gjafir þegar
þær áttu afmæli og á jólunum;
en Nikki var eftirlætisbarn hans.
Ekkert var of gott handa hon-
um og hann sá ekki sólina fyrir
honum. Og honum var vorkunn,
því að hvaða faðir sem var hefði
verið stoltur af Nikka. Hann var
sex fet og tveir þumlungar á
hæð, liðugur og þróttmikill,
herðabreiður og miðmjór, og
gekk teinréttur; hann hafði fal-
legt höfuðlag, hárið var ljós-
jarpt með dálitlum sveipum,
augun blá með löngum, dökk-
um augnahárum, varirnar rauð-
ar og hörundið brúnt og hraust-
legt. Þegar hann brosti, skein í
mjallhvítar og reglulegar tenn-
urnar. Hann var ekki feiminn,
en það var einhver viðkunnan-
leg hæverska í fari hans. Fram-
koma hans var óþvinguð, hann
var kurteis og glaðlyndur. Hann
var afkvæmi góðra og heil-
brigðra foreldra, hafði alizt upp
á góðu heimili og gengið í góðan
skóla, enda var hann svo mik-
ill efnispiltur, að leitun var á
öðrum slíkum. Maður fann það
á sér, að hann var eins heiðar-
legur, hreinskilinn og óspilltur
og útlit hans gaf til kynna. Hann
hafði aldrei valdið foreldrum
sínum áhyggjum. Sem barn
hafði hann sjaldan verið veikur
og aldrei óþægur. Hann hafði
alltaf gert það, sem til var ætl-
azt. Hann stóð sig með mestu
prýði í skólanum. Hann var með
afbrigðum vinsæll og lauk skóla-
náminu með því að hljóta mörg
verðlaun. En sagan er ekki öll.
Þegar Nikki var fjórtán ára
gamall, kom í ljós, að hann var
mikið efni í tennisleikara. Faðir
hans hafði ekki einungis gaman
af þessari íþrótt, heldur lék
hann líka sjálfur tennis, og þeg-
ar hann tók eftir hæfileikum
drengsins, kappkostaði hann að
hlúa að þeim. Hann fékk beztu
atvinnuleikara til að kenna hon-
um í sumarleyfunum, og þegar
hann var orðinn sextán ára,
hafði hann unnið marga kapp-
leiki við jafnaldra sína. Átján
ára gamall fór Nikki til Cam-
bridge, og það varð metnaðar-
mál föðurins, að hann keppti
í tennis fyrir háskólann áður en
náminu lyki. Nikki hafði öll skil-
yrði til þessaðverðagóðurtenn-
isleikari. Undir niðri ól Henry
Garnet aðra von í brjósti, enda
þótt hann segði Nikka ekki frá
því; það var að sjá son sinn
taka þátt í Wimbledonkeppn-
inni; hver vissi nema hann yrði
valinn fulltrúi lands síns til þess
að keppa um Davisbikarinn. Það
kom kökkur í hálsinn á Henry