Úrval - 01.12.1952, Page 100

Úrval - 01.12.1952, Page 100
98 XJRVAL tala um, var einkasonur hans. Hann hét Nikulás og auðvitað var hann kallaður Nikki. Hann var átján ára. Garnethjónin áttu auk þess tvær dætur, önnur var sextán ára, en hin tólf, og þótt yfirleitt sé talið, að feður séu hrifnari af dætrum sínurn, var það nú samt svo að Henry Garnet hafði meira dálæti á syninum. Hann var að vísu góður við dætur sínar og gaf þeim snotrar gjafir þegar þær áttu afmæli og á jólunum; en Nikki var eftirlætisbarn hans. Ekkert var of gott handa hon- um og hann sá ekki sólina fyrir honum. Og honum var vorkunn, því að hvaða faðir sem var hefði verið stoltur af Nikka. Hann var sex fet og tveir þumlungar á hæð, liðugur og þróttmikill, herðabreiður og miðmjór, og gekk teinréttur; hann hafði fal- legt höfuðlag, hárið var ljós- jarpt með dálitlum sveipum, augun blá með löngum, dökk- um augnahárum, varirnar rauð- ar og hörundið brúnt og hraust- legt. Þegar hann brosti, skein í mjallhvítar og reglulegar tenn- urnar. Hann var ekki feiminn, en það var einhver viðkunnan- leg hæverska í fari hans. Fram- koma hans var óþvinguð, hann var kurteis og glaðlyndur. Hann var afkvæmi góðra og heil- brigðra foreldra, hafði alizt upp á góðu heimili og gengið í góðan skóla, enda var hann svo mik- ill efnispiltur, að leitun var á öðrum slíkum. Maður fann það á sér, að hann var eins heiðar- legur, hreinskilinn og óspilltur og útlit hans gaf til kynna. Hann hafði aldrei valdið foreldrum sínum áhyggjum. Sem barn hafði hann sjaldan verið veikur og aldrei óþægur. Hann hafði alltaf gert það, sem til var ætl- azt. Hann stóð sig með mestu prýði í skólanum. Hann var með afbrigðum vinsæll og lauk skóla- náminu með því að hljóta mörg verðlaun. En sagan er ekki öll. Þegar Nikki var fjórtán ára gamall, kom í ljós, að hann var mikið efni í tennisleikara. Faðir hans hafði ekki einungis gaman af þessari íþrótt, heldur lék hann líka sjálfur tennis, og þeg- ar hann tók eftir hæfileikum drengsins, kappkostaði hann að hlúa að þeim. Hann fékk beztu atvinnuleikara til að kenna hon- um í sumarleyfunum, og þegar hann var orðinn sextán ára, hafði hann unnið marga kapp- leiki við jafnaldra sína. Átján ára gamall fór Nikki til Cam- bridge, og það varð metnaðar- mál föðurins, að hann keppti í tennis fyrir háskólann áður en náminu lyki. Nikki hafði öll skil- yrði til þessaðverðagóðurtenn- isleikari. Undir niðri ól Henry Garnet aðra von í brjósti, enda þótt hann segði Nikka ekki frá því; það var að sjá son sinn taka þátt í Wimbledonkeppn- inni; hver vissi nema hann yrði valinn fulltrúi lands síns til þess að keppa um Davisbikarinn. Það kom kökkur í hálsinn á Henry
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.