Úrval - 01.12.1952, Blaðsíða 21
TRÚIN Á DAUÐA HLUTI
19
ur. Þegar gröf hins egypzka
faraós Tut-ankh-Amons var
opnuð fundust hin dýrmætu,
stóru ökutæki konungsins. Þau
voru söguð sundur til þess að
minna færi fyrir þeim og bút-
unum þannig raðað meðfram
einum veggnum.
Hjá súmerum, einum elzta
þjóðflokki sern við þekkjum,
eldri en egyptar, rekumst við
á sömu greftrunarsiðina. Þó
var sá munur á, að með kon-
unginum voru ekki aðeins
grafnir dauðir munir, heldur
lifandi, og ekki aðeins hestar
konungs, heldur einnig hirð-
menn hans, 30—40 manns í
fullu fjöri. Sumir vilja kalla
þetta mannfórnir, en að mínu
áliti er það rangnefni. Tilgang-
ur fórnar er sá, að fórnandinn
lætur eitthvað af hendi til þess
að þóknast guðinum sem tekur
við fórninni. Það mildar guðinn
og hann veitir fórnandanum
vernd eða fyrirgefur honum
drýgða synd. Hjá súmerum voru
hirðmennirnir eins og hverjir
aðrir grafarmunir. Þeir urðu að
deyja með húsbónda sínum til
að geta risið upp og þjónað
honum áfram. Það er einfalt og
auðskilið. Að vísu ekki þægi-
legt fyrir hirðmennina en hag-
kvæmt fyrir konunginn. Þeir
sem sjálfir verða að fylgja hús-
bónda sínum í gröfina munu
sem alira lengst. Ég leyfi mér
vissulega gera allt sem þeir
geta til að halda lífi í honum
að benda væntanlegum einræð-
isherrurn á aðferðina.
Ef við athugum önnur menn-
ingarsvæði þar sem áhrifa frá
menningu Litluasíu og Mið-
jarðarhafslandanna gætir ekki,
verður sama uppi á teningnum.
Greinilegast er það hjá frum-
byggjum Ameríku. Skurðgoða-
dýrkun þekkist enn þann dag
í dag hjá frumstæðum indíána-
ættflokkum. Verndargripi hafa
þeir allir.
En nú skulum við til fróð-
leiks athuga dálítið hverjum
augum nútíminn lítur á dauða
hluti. Hve mikið er eftir af
trúnni á hinn mikla áhrifamátt
dauðra hluta í menningarlönd-
um Evrópu? Á yfirborðinu
mætti virðast sem henni hefði
verið algerlega útrýmt — við
erum svo menntuð og upplýst!
Gll vitum við að þetta er ekki
annað en hjátrú, og enginn
skynsamur maður vill láta
bendla sig við hjátrú. Þeir sem
eru hjátrúarfullir verða til at-
hlægis meðal þeirra sem telja
sig lausa við alla hjátrú.
Það er skemmtilega athyglis-
vert, að mjög er erfitt að henda
reiður á þessar leifar af hjátrú.
Við norðurlandabúar viljum
heldur láta flá okkur lifandi en
viðurkenna að við séum hjá-
trúarfullir. Við skömmumst
okkar fyrir það. Ég sé því ekki
annað ráð til að komast til
botns í málinu en að gera játn-
ingu sjálfur, og bið lesendur
mína að hafa þolinmæði með