Úrval - 01.12.1952, Blaðsíða 9

Úrval - 01.12.1952, Blaðsíða 9
HARMSAGA ST. KILDA r í olíuklæðum og með björgun- arbelti sátu undir árum. Ég hljóp út og hrópaði eins hátt og ég gat, en brimgnýrinn kæfði óp mín. Söfnuðinum í kirkj- unni var gert aðvart og karl- mennirnir dreifðu sér með ströndinni til að leita að hugs- anlegum lendingarstað. Bátnum var hleypt gegnum brimgarð- inn og brotnaði við klappirnar en mennirnir björguðust. Þeir voru af 880 lesta austurrísku barkskipi, sem hafði verið á leið frá Glasgow til New York. Sjö menn sem ekki höfðu viljað fara í björgunarbátinn fórust með skipinu, sem sökk sjö míl- ur vestur af St. Kilda. Skip- brotsmönnunum var komið fyr- ir hjá sextán fjölskyldum á eynni. Athyglisvert er að allir eyjarskeggjar, án undantekn- ingar, fengu kvef rétt eftir komu skipbrotsmannanna. Þetta er gamalkunnugt fyrir- brigði og kalla eyjarskeggjar það ýmist bátskvefið eða Harriskvefið. Hinn 28. janúar herti veðrið og gerði fárviðri. Hagl og brim- úði rann saman í eitt og byrgði alla sýn. Matarforði var naumur og 30. janúar var flöskupósti fleygt í hafið. Innsiglað bréf var látið í tréhylki sem bundið var við björgunardufl af barkskip- inu. Vindurinn var af norð- vestri. 8. febrúar fannst duflið á Orkneyjum og var afhent um- boðsmanni Lloyds í Straum- nesi.“ Fimm vikum síðar varpaði herskipið Jackal akkerum úti fyrir St. Kilda. Það kom til að sækja skipbrotsmennina. John Sands tók sér far með og fékk tíu mínútur til að kveðja, enda var ekki til setunnar boðið, því að hálftíma síðar var orðið ó- fært veður. Eftir að Sands kom frá St. Kilda hélt hann marga fyrir- lestra um eyna og skrifaði greinar um hana. Var hann þungorður í garð eigandans og umboðsmanns hans, sagði að þeir gerðu sér neyð eyjar- skeggja að féþúfu með því að greiða þeim lítið fyrir afurð- ir þeirra og selja þeim nauð- synjar dýru verði. Opinberar umræður urðu um kjör eyjar- skeggja, en ástandið batnaði lítið. Haustið 1885 skolaði skeyti á land á Suðureyjum. Það var til eins af forustumönnum frí- kirkjunnar í Skotlandi og send- andinn var presturinn á St. Kilda: „Til dr. Rainy. Ég leyfi mér að tjá yður, samkvæmt ósk safnaðarins á þessari eyju, að korn-, hafra- og kartöflu- uppskeran hér eyðilagðist í of- viðri um síðustu helgi. Viljið þér vera svo góður að fara þess á leit við yfirvöldin að þau sendi okkur skip með vistir og útsæði og kartöflur. Elztu menn muna ekki þvílíkt veður um þetta leyti árs.“ Mánuði síðar lagði hjálpar- leiðangur af stað frá Glasgow.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.