Úrval - 01.12.1952, Blaðsíða 83
FAÐIR SAGNFRÆÐINNAR
81
fólkið sagði og trúði, og þess-
vegna hafði það frásagnargildi.
Þegar hann skýrði frá öðru en
því sem hann hafði sjálfur séð
varð hann að byggja á erfða-
sögnum sem hann hafði engin
tök á að sannprófa.
Stundum gægist fram efa-
girni hans á sannleiksgildi frá-
sagnanna. Til dæmis segir hann
á einum stað sögu af frægum
kafara, sem synti sjö mílur í
kafi. „Mín skoðun er sú,“ segir
Heródót, ,,að hann hafi farið
leiðina á báti.“
Stundum gengur efagirni
hans fulllangt. Hann skýrir (að
mestu leyti rétt) frá hver sé
orsök hinna árlegu flóða í Níl,
þ. e. snjóbráð, en bætir svo við
að slíkt sé fjarstæða, því að
hitinn vaxi eftir því sem sunn-
ar kemur. En yfirleitt endur-
segir hann það sem hann hef-
ur heyrt athugasemdalaust,
samkvæmt meginreglu sem
hann orðar svo: „Hvað sem er
getur gerzt á nógu löngum
tíma.“
1 samræmi við þessa megin-
reglu segir hann eftirfarandi
sögu:
„Hér kemur saga sem cýren-
ar sögðu mér. Þeir kváðust hafa
farið til véfréttarinnar í Ammon
og gefið sig þar á tal við Eteark-
us, konung ammona. Talið
barst meðal annars að Níl og að
enginn maður þekkti upptök
hennar. Etearkus sagði þá, að
einu sinni hefðu komið til sín
nokkrir nasamónar. Og þegar
þeir voru spurðir hvort þeir
hefðu nokkrar nýjar fréttir að
segja af hinum miklu víðernum
Libýu, sögðu þeir að upp hefðu
komið meðal þeirra nokkrir
villtir menn, ungir menn, höfð-
ingjasynir, sem fundu upp á
ýmsum firrum eftir að þeir urðu
fullorðnir. Meðal annars hefðu
þeir eitt sinn kjörið úr sínum
hópi með hlutkesti fimm menn
til þess að kanna eyðimörk
Libýu í von um að komast lengra
en nokkur maður hafði áður
farið.
Fimmmenningarnir fóru, vel-
búnir af mat og drykk, fyrst
um byggð lönd og síðan um lönd
villidýranna. Síðan héldu þeir
áfram í vestur, út á eyðimörk-
ina, og þegar þeir höfðu farið
um sandauðnir í marga daga
sáu þeir vin þar sem uxu tré.
Þeir gengu að trjánum og tóku
til sín af ávöxtunum sem á
þeim voru. Meðan þeir voru að
því umkringdu þá dvergvaxnir
menn, sem höfðu þá á brott
með sér. Hvorugur hópurinn
skyldi tungumál hins. Þeir fóru
með fimmmenningana yfir víð-
áttumikil fen og mýrar, unz
þeir komu í borg þar sem íbú-
arnir voru einnig dvergvaxnir
og kolsvartir á hörund.
Handan við borgina rann mik-
ið fljót frá vestri til austurs og
sáust í því krókódílar. Það sem
ég hef hér sagt af sögu ammona
nægir, nema að Etearkus skýrði
frá því að fimmenningarnir
hefðu komizt heim aftur, að