Úrval - 01.12.1952, Blaðsíða 38
36
TJRVAL
Krupps í Berlín og sjö starfs-
menn og liðsforingja í hermála-
ráðuneytinu. Loks lét hann gera
húsrannsókn í aðalskrifstofu fé-
lagsins, og þar voru gerðar
upptækar ekki færri en 700
njósnaraskýrslur. Og von Heer-
ingen fyrirskipaði málsókn.
Svo mátti virðast sem Lieb-
knecht hefði náð takmarki sínu
með þessu, en reyndin varð önn-
ur. Rannsókninni var skyndi-
lega hætt, hinum ákærðu sleppt
og allar ákærur látnar niður
falla. Svo leit út sem málið ætl-
aði að renna út í sandinn. Mátt-
ug öfl höfðu gripið inn í til
hjálpar Krupp. Þá var það sem
Liebknecht gerði málið opinbert
og knúði með því móti fram að
það yrði tekið upp að nýju og
dómur látinn ganga í því. En
rannsóknin var af ásettu ráði
miðuð við að leyna því sem orð-
ið gæti hagsmunum Krupps til
tjóns. Háttsettur starfsmaður
félagsins var látinn taka á
sig ábyrgð á njósnunum, og
þessi maður, sem hafði hundr-
að þúsund mörk í árslaun, var
dæmdur í 1200 marka sekt, en
þeir sem létu í té upplýsingarn-
ar, og allir voru lágtsettir starfs-
menn ráðuneytisins, fengu stutt-
an fangelsisdóm. f rannsóknar-
nefnd þingsins voru skipaðir
menn sem á ýmsan hátt voru
háðir Krupp og árangurinn varð
í samræmi við það. Liebknecht
var bolað burt úr nefndinni fyrir
áhrif Biilows ríkiskanslara, sem
átti bróður í þjónustu Krupps.
Öllum áróðurstækjum var beitt
til að stimpla Liebknecht sem
hinn raunverulega sökudólg. Al-
fred Hugenberg, talsmaður
Kruppfélagsins gaf tóninn, þeg-
ar hann sagði: „Málið snýst ekki
um Krupp heldur um Lieb-
knecht.“ Von Heeringen, her-
málaráðherrann, fullvissaði rík-
isþingið um að æðstu stjórn
Kruppverksmiðjanna hefði ver-
ið ókunnugt um málið. En seinna
varð hann að fara frá völdum;
það var refsing fyrir að hefja
rannsókn eftir að honum barst
fyrsta ákæra Liebknechts, láta
opna póst Krupps og gera hús-
rannsókn í aðalskrifstofu félags-
ins. Endahnútinn á málið rak
keisarinn sjálfur, þegar hann
sæmdi forstjóra Kruppverk-
smiðjanna, Krupp von Bohlen,
æðsta heiðursmerki ríkisins hinn
19. júní. Krupp og Hohenzoll-
arnir stóðu hlið við hlið þegar
fyrri heimsstyrjöldin brauzt út.
Þeir stóðu þar sem tákn þeirra
afla, er breyttu Þýzkalandi í
ægilegasta árásarríki þessarar
aldar, sem tákn samvinnunnar
milli prússneska hernaðaraðals-
ins og fjármálavalds Vestur-
þýzkalands.
Samvinna Krupps og Hohen-
zollanna var ekki nýtilkomin ár-
ið 1913. Kruppverksmiðjurnar
áttu sér langa sögu og vegur
þeirra til valda á fyrri helm-
ing 19. aldar er varðaður njósn-
um, lygaáróðri og mútum. í Na-
póelonsstyrjöldunum höfðu þær
fyrst komið verulega við sögu.