Úrval - 01.12.1952, Page 38

Úrval - 01.12.1952, Page 38
36 TJRVAL Krupps í Berlín og sjö starfs- menn og liðsforingja í hermála- ráðuneytinu. Loks lét hann gera húsrannsókn í aðalskrifstofu fé- lagsins, og þar voru gerðar upptækar ekki færri en 700 njósnaraskýrslur. Og von Heer- ingen fyrirskipaði málsókn. Svo mátti virðast sem Lieb- knecht hefði náð takmarki sínu með þessu, en reyndin varð önn- ur. Rannsókninni var skyndi- lega hætt, hinum ákærðu sleppt og allar ákærur látnar niður falla. Svo leit út sem málið ætl- aði að renna út í sandinn. Mátt- ug öfl höfðu gripið inn í til hjálpar Krupp. Þá var það sem Liebknecht gerði málið opinbert og knúði með því móti fram að það yrði tekið upp að nýju og dómur látinn ganga í því. En rannsóknin var af ásettu ráði miðuð við að leyna því sem orð- ið gæti hagsmunum Krupps til tjóns. Háttsettur starfsmaður félagsins var látinn taka á sig ábyrgð á njósnunum, og þessi maður, sem hafði hundr- að þúsund mörk í árslaun, var dæmdur í 1200 marka sekt, en þeir sem létu í té upplýsingarn- ar, og allir voru lágtsettir starfs- menn ráðuneytisins, fengu stutt- an fangelsisdóm. f rannsóknar- nefnd þingsins voru skipaðir menn sem á ýmsan hátt voru háðir Krupp og árangurinn varð í samræmi við það. Liebknecht var bolað burt úr nefndinni fyrir áhrif Biilows ríkiskanslara, sem átti bróður í þjónustu Krupps. Öllum áróðurstækjum var beitt til að stimpla Liebknecht sem hinn raunverulega sökudólg. Al- fred Hugenberg, talsmaður Kruppfélagsins gaf tóninn, þeg- ar hann sagði: „Málið snýst ekki um Krupp heldur um Lieb- knecht.“ Von Heeringen, her- málaráðherrann, fullvissaði rík- isþingið um að æðstu stjórn Kruppverksmiðjanna hefði ver- ið ókunnugt um málið. En seinna varð hann að fara frá völdum; það var refsing fyrir að hefja rannsókn eftir að honum barst fyrsta ákæra Liebknechts, láta opna póst Krupps og gera hús- rannsókn í aðalskrifstofu félags- ins. Endahnútinn á málið rak keisarinn sjálfur, þegar hann sæmdi forstjóra Kruppverk- smiðjanna, Krupp von Bohlen, æðsta heiðursmerki ríkisins hinn 19. júní. Krupp og Hohenzoll- arnir stóðu hlið við hlið þegar fyrri heimsstyrjöldin brauzt út. Þeir stóðu þar sem tákn þeirra afla, er breyttu Þýzkalandi í ægilegasta árásarríki þessarar aldar, sem tákn samvinnunnar milli prússneska hernaðaraðals- ins og fjármálavalds Vestur- þýzkalands. Samvinna Krupps og Hohen- zollanna var ekki nýtilkomin ár- ið 1913. Kruppverksmiðjurnar áttu sér langa sögu og vegur þeirra til valda á fyrri helm- ing 19. aldar er varðaður njósn- um, lygaáróðri og mútum. í Na- póelonsstyrjöldunum höfðu þær fyrst komið verulega við sögu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.