Úrval - 01.12.1952, Blaðsíða 96
94
ÚRVAL
aði. Nú sofa þau víst öll . . .
Það var hljótt í húsinu. Hann
heyrði mjúkan andardrátt bróð-
ur síns. Já, nú! Hann ætlaði að
fara út, ná í skammbyssuna og
skjóta með henni! Hann
smeygði sér fram úr rúminu og
fór í samfestinginn.
Það var glaða tunglsljós.
Hann hljóp næstum alla leið út
að skógarjaðrinum. Hann leitaði
stundarkorn að staðnum þar
sem hann hafði grafið skamm-
byssuna niður. Já, hérna var
það. Hann rótaði moldinni með
höndunum. Eins og þegar solt-
inn hundur krafsar eftir beini.
Hann þandi svartar kinnarnar
út með lofti og blés moldinni
af gikknum og úr hlaupinu.
Hann opnaði skothólfið. Það
voru f jögur skot eftir. Hann leit
í kringum sig; það var kyi-rt og
hljótt á ökrunum, sem voru
baðaðir í tunglsskininu. Hann
kreisti skammbyssuna fast milli
fingranna. En þegar hann ætlaði
að hleypa af, lokaði hann aug-
unum og sneri sér undan. Nei,
maður getur ekki skotið með
lokuð augun og höfuðið snúið í
aðra átt. Með herkjubrögðum
tókst honum að halda augunum
opnum; svo þrýsti hann á gikk-
inn. Búmm! Hann stóð eins og
steingervingur og hélt niðri í
sér andanum. Skammbyssan var
enn í hendi hans. Fjandinn hafi
það, þetta gekk eins og í sögu!
Hann skaut enn einu skoti.
Búmm! Hann brosti. Búmm!
Búmm! Kiikk! Klikk! O, jæja!
Hún var tóm! Ef nokkur kunni
að skjóta með skammbyssu, þá
var það hann. Hann stakk byss-
unni í buxnavasann og lagði af
stað yfir akrana.
Þegar hann kom upp á ásinn,
nam hann staðar og stóð þar
hnarreistur og stoltur í tungl-
skininu, horfði á stóra, hvíta
húsið hans Jims Hawkins og
fann hve skammbyssan 1
buxnavasanum seig í.
Lagsmaður, ef maður hefði
aðeins eitt skot í viðbót, þá
skyldi maður senda kúlu í hús-
ið þarna niður frá. Mig mundi
langa til að hræða hann Hawk-
ins gamla dáiítið . . . Bara
ósköp lítið til þess að gera hon-
um skiljanlegt, að Da,ve Sana-
ers er orðinn fullorðinn mað-
ur.
Til vinstri handar sveigði
þjóðvegurinn í áttina til Illinois-
Central járnbrautarinnar. Hann
lagði við eyrun og hlustaði. Úr
fjarlægð heyrðist óljóst húff-
húff, húff-húff, húff-húff . . .
Þarna kemur næturvörulest-
in. Hann leit sem snöggvast á
hvíta húsið lians Jims Hawk-
ins; honum varð hugsað til
pabba, til mömmu, til litla bróð-
ur og til strákanna. Hann
hugsaði um dauða múlasnann
og heyrði húff-húff, húff-húff,
húff-húff . . . Hann stóð stífur
og spenntur. Tvo dollara á mán-
uði. Við skulum sjá . . . Það
mundi þá taka meira en tvö ár.
Fari það bölvað! Nei, þann
fjanda skal ég aldrei gera!