Úrval - 01.12.1952, Side 96

Úrval - 01.12.1952, Side 96
94 ÚRVAL aði. Nú sofa þau víst öll . . . Það var hljótt í húsinu. Hann heyrði mjúkan andardrátt bróð- ur síns. Já, nú! Hann ætlaði að fara út, ná í skammbyssuna og skjóta með henni! Hann smeygði sér fram úr rúminu og fór í samfestinginn. Það var glaða tunglsljós. Hann hljóp næstum alla leið út að skógarjaðrinum. Hann leitaði stundarkorn að staðnum þar sem hann hafði grafið skamm- byssuna niður. Já, hérna var það. Hann rótaði moldinni með höndunum. Eins og þegar solt- inn hundur krafsar eftir beini. Hann þandi svartar kinnarnar út með lofti og blés moldinni af gikknum og úr hlaupinu. Hann opnaði skothólfið. Það voru f jögur skot eftir. Hann leit í kringum sig; það var kyi-rt og hljótt á ökrunum, sem voru baðaðir í tunglsskininu. Hann kreisti skammbyssuna fast milli fingranna. En þegar hann ætlaði að hleypa af, lokaði hann aug- unum og sneri sér undan. Nei, maður getur ekki skotið með lokuð augun og höfuðið snúið í aðra átt. Með herkjubrögðum tókst honum að halda augunum opnum; svo þrýsti hann á gikk- inn. Búmm! Hann stóð eins og steingervingur og hélt niðri í sér andanum. Skammbyssan var enn í hendi hans. Fjandinn hafi það, þetta gekk eins og í sögu! Hann skaut enn einu skoti. Búmm! Hann brosti. Búmm! Búmm! Kiikk! Klikk! O, jæja! Hún var tóm! Ef nokkur kunni að skjóta með skammbyssu, þá var það hann. Hann stakk byss- unni í buxnavasann og lagði af stað yfir akrana. Þegar hann kom upp á ásinn, nam hann staðar og stóð þar hnarreistur og stoltur í tungl- skininu, horfði á stóra, hvíta húsið hans Jims Hawkins og fann hve skammbyssan 1 buxnavasanum seig í. Lagsmaður, ef maður hefði aðeins eitt skot í viðbót, þá skyldi maður senda kúlu í hús- ið þarna niður frá. Mig mundi langa til að hræða hann Hawk- ins gamla dáiítið . . . Bara ósköp lítið til þess að gera hon- um skiljanlegt, að Da,ve Sana- ers er orðinn fullorðinn mað- ur. Til vinstri handar sveigði þjóðvegurinn í áttina til Illinois- Central járnbrautarinnar. Hann lagði við eyrun og hlustaði. Úr fjarlægð heyrðist óljóst húff- húff, húff-húff, húff-húff . . . Þarna kemur næturvörulest- in. Hann leit sem snöggvast á hvíta húsið lians Jims Hawk- ins; honum varð hugsað til pabba, til mömmu, til litla bróð- ur og til strákanna. Hann hugsaði um dauða múlasnann og heyrði húff-húff, húff-húff, húff-húff . . . Hann stóð stífur og spenntur. Tvo dollara á mán- uði. Við skulum sjá . . . Það mundi þá taka meira en tvö ár. Fari það bölvað! Nei, þann fjanda skal ég aldrei gera!
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.