Úrval - 01.12.1952, Blaðsíða 80
Gríski sagnaritarinn Heródót, sem
uppi var fyrir 2300 árum, hefur
verið kallaður —
Faöir sagnfrœðinnar.
Grein úr „Everybody’s",
eftir J. A. K. Thomson.
HVÍ skyldum við hafa áhuga
á Heródót, sem lifði fyrir
nærri hálfu þriðja árþúsundi og
skrifaði á forngrískri mállýzku ?
Bezta svarið við þeirri spurn-
ingu er, að sá sem byrjar að lesa
sögu hans, jafnvel í þýðingu,
getur naumast lagt hana frá
sér.
Heródót, faðir sagnfræðinnar,
var uppi á einhverjum merkileg-
ustu tímum í sögu mannkyns-
ins. Þegar hann fæddist, um
485 f. Kr., var tvennskonar
menning ráðandi við austanvert
Miðjarðarhaf, annarsvegar
menning grikkja og hinsvegar
persnesk menning.
Fæðingarborg Heródóts, Ha-
líkarnas á strönd Litlu-Asíu,
var á straummótum þessara
tveggja heimsskoðana. Stund-
um voru persnesk áhrif þar alls-
ráðandi, stundum grísk. Þegar
Heródót var barn réð þar drottn-
ing sem studd var til valda af
persum. En íbúarnir voru grísk-
ir, og eftir ósigur Xerxes persa-
konungs sem réðst inn í Grikk-
land, öðluðust þeir smátt og
smátt aftur sjálfstæði sitt.
I stjórnmálaátökum í borg-
inni fyllti Heródót þann flokk-
inn sem ósigur beið og varð því
að fara í útlegð. Aþenumenn,
sem hann taldi frelsara Grikk-
lands, tóku honum tveim hönd-
um og gerðu hann að borgara
í nýrri borg sem þeir reistu í
Suðurítalíu og verða átti menn-
ingarmiðstöð. Sennilega dó hann
þar um 424 f. Kr.
Við vitum ekki hvenær hon-
um hugkvæmdist fyrst að skrá
sögu hinnar aldalöngu baráttu
austurs og vesturs. Þess ber að
minnast að fólk las ekki í þá
daga; það hlustaði á rithöfunda,
eins og við gerum nú í útvarp.
Saga Heródóts hefur því orðið
til úr fyrirlestrum eða ræðum.
Hann segir að tilgangur sinn
með því að skrifa sé sá að halda
lifandi minningunni um sögu-
fræg afrek, án tillits til þess
hvor aðilinn vann þau. Það er
þetta sem gerir Heródót að
fyrsta sagnfræðingnum, því að
sagnritun sem er hlutdræg er
ekki sagnfræði heldur áróður.
Heródót reynir að vera eins
sanngjam í garð barbara og í