Úrval - 01.12.1952, Blaðsíða 107
LlFSREYNSLA
105
það, hann hafði lánað alókunn-
ugri manneskju talsverða fjár-
hæð, og hún hafði borgað hana
aftur. Sannleikurinn var sá, að
hann var ekki nærri eins mikill
asni og faðir hans hélt; hann
hafði fundið á sér, að honum var
óhætt að treysta henni, og það
hafði sýnt sig að eðlisávísun
hans var rétt. En hann var svo
áberandi hissa, að unga konan
gat ekki stillt mig um að hlæja.
„Hvað gengur að yður?“
spurði hún.
„Ef ég á að vera hreinskilinn,
þá bjóst ég ekki við að sjá þessa
peninga framar.“
„Hverskonar manneskja héld-
uð þér að ég væri? Hélduð þér
að ég væri — daðursdrós?"
Nikki roðnaði upp í hársrætur.
„Nei, auðvitað ekki.“
„Lít ég út eins og daðurs-
drós?“
„Langt frá því.“
Hún var klædd íburðarlaus-
um svörtum kjól, með gullna
perlufesti um hálsinn. Hún var
grannvaxin, andlitið lítið en
snoturt og höfuðið fallega lag-
að. Hún var púðruð og máluð,
en þó hóflega, og Nikki gizkaði
á að hún væri ekki nema þrem
eða f jórum árum eldri en hann.
Hún brosti vingjarnlega til
hans.
„Maðurinn minn starfar á
stjórnarskrifstofunni í Mar-
okkó, og ég kom til Monte Carlo
fyrir nokkrum vikum, af því
að hann hélt að ég mynai hafa
gott að breytingunni.“
„Ég var að fara,“ sagði Nikkh
Honum vafðist tunga um tönn.
„Strax!“
„Já, ég verð að fara snemma
á fætur í fyrramálið. Eg fer
flugleiðis til London."
„Auðvitað. Lauk ekki keppn-
inni í dag? Eg skal segja yður,
ég sá yður leika, tvisvar eða
þrisvar sinnum.“
„Er það satt? Ég hélt, að þér
hefðuð ekki tekið eftir mér.“
„Þér leikið svo fallega. Og
þér eruð svo laglegur í stuttbux-
unum.“
Nikki var óspilltur unglingur,
en þó flaug honum í hug, að hún
hefði ef til vill fengið þúsund
frankana lánaða til þess að kom-
ast í kunningsskap við sig.
„Hafið þér nokkurn tíma kom-
ið til Knickerbockers ?“ spurði
hún.
„Nei. Ég hef aldrei farið þang-
að“.
„En þér megið ekki fara frá
Monte án þess að líta þar
inn. Af hverju komið þér ekki
og fáið yður einn snúning?
Ef ég á að segja yður eins og
er, þá er ég að deyja úr sulti
og mig sárlangar í flesk og
pcrcr u
Nikki minntist aðvörunar
föður síns um að skipta sér ekki
af kvenfólki; en hér gegndi
öðru máli; maður þurfti ekki
annað en að líta á þessa laglegu
konu til þess að sjá á augabragði
að hún var heiðarleg og hrekk-
laus. Eiginmaður hennar var í
opinberri þjónustu. Sumir af