Úrval - 01.12.1952, Page 107

Úrval - 01.12.1952, Page 107
LlFSREYNSLA 105 það, hann hafði lánað alókunn- ugri manneskju talsverða fjár- hæð, og hún hafði borgað hana aftur. Sannleikurinn var sá, að hann var ekki nærri eins mikill asni og faðir hans hélt; hann hafði fundið á sér, að honum var óhætt að treysta henni, og það hafði sýnt sig að eðlisávísun hans var rétt. En hann var svo áberandi hissa, að unga konan gat ekki stillt mig um að hlæja. „Hvað gengur að yður?“ spurði hún. „Ef ég á að vera hreinskilinn, þá bjóst ég ekki við að sjá þessa peninga framar.“ „Hverskonar manneskja héld- uð þér að ég væri? Hélduð þér að ég væri — daðursdrós?" Nikki roðnaði upp í hársrætur. „Nei, auðvitað ekki.“ „Lít ég út eins og daðurs- drós?“ „Langt frá því.“ Hún var klædd íburðarlaus- um svörtum kjól, með gullna perlufesti um hálsinn. Hún var grannvaxin, andlitið lítið en snoturt og höfuðið fallega lag- að. Hún var púðruð og máluð, en þó hóflega, og Nikki gizkaði á að hún væri ekki nema þrem eða f jórum árum eldri en hann. Hún brosti vingjarnlega til hans. „Maðurinn minn starfar á stjórnarskrifstofunni í Mar- okkó, og ég kom til Monte Carlo fyrir nokkrum vikum, af því að hann hélt að ég mynai hafa gott að breytingunni.“ „Ég var að fara,“ sagði Nikkh Honum vafðist tunga um tönn. „Strax!“ „Já, ég verð að fara snemma á fætur í fyrramálið. Eg fer flugleiðis til London." „Auðvitað. Lauk ekki keppn- inni í dag? Eg skal segja yður, ég sá yður leika, tvisvar eða þrisvar sinnum.“ „Er það satt? Ég hélt, að þér hefðuð ekki tekið eftir mér.“ „Þér leikið svo fallega. Og þér eruð svo laglegur í stuttbux- unum.“ Nikki var óspilltur unglingur, en þó flaug honum í hug, að hún hefði ef til vill fengið þúsund frankana lánaða til þess að kom- ast í kunningsskap við sig. „Hafið þér nokkurn tíma kom- ið til Knickerbockers ?“ spurði hún. „Nei. Ég hef aldrei farið þang- að“. „En þér megið ekki fara frá Monte án þess að líta þar inn. Af hverju komið þér ekki og fáið yður einn snúning? Ef ég á að segja yður eins og er, þá er ég að deyja úr sulti og mig sárlangar í flesk og pcrcr u Nikki minntist aðvörunar föður síns um að skipta sér ekki af kvenfólki; en hér gegndi öðru máli; maður þurfti ekki annað en að líta á þessa laglegu konu til þess að sjá á augabragði að hún var heiðarleg og hrekk- laus. Eiginmaður hennar var í opinberri þjónustu. Sumir af
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.