Úrval - 01.12.1952, Blaðsíða 115
Ný hraðfrystiaðferð.
Ráðið til að varðveita næringar-
gildi og bragð frystra matvæla er
að frysta þau á sem stytztum tíma.
Því styttri sem frystitíminn er,
því minni verða ískristallarnir sem
myndast, og smáir ískristallar
valda minni skemmdum á frum-
um fæðunnar en stórir. Danskir
verkfræðingar hafa nýlega skýrt
frá því, að þeir hafi fundið upp
nýja, mjög fljótvirka frystiaðferð.
Matvæli eru nú yfirleitt fryst
með því að láta kælt loft leika um
þau. En loft er ófullkominn hita-
leiðari. Dönsku verkfræðingarnir
nota vökva til að frysta matvælin
í. Vökvinn er blanda af vatni,
glyeeríni og ethyl alkohol, og er
hann kældur niður i -í-29° á C.
1 þessu baði er hægt að kæla 12
punda nautakjötsstykki úr 0° nið-
ur í -t-5° (en á því bili verður
ískristallamyndunin) á tveim
klukkustundum í stað fjögurra
áður. Þegar frostið i matvælunum
er komið niður I -t-5°, eru þau
tekin úr vökvanum og sett í kæld-
an loftstraum, sem kælir þau nið-
ur í -f-27°, en við það stig geym-
ast matvælin bezt.
Auk þess sem aðferðin gegn-
frystir matvælin fljótar en aðrar
aðferðir, frystir hún yfirborð
þeirra næstum samstundis og
kemur þannig í veg fyrir að lykt
eða bragð úr þeim berist út í
vökvann. Ýmsar tegundir mat-
væla, svo sem síld, jarðarber,
blómkál, appelsínur og kjúklingar
hafa verið látnar saman í frysti-
vökvann án þess að þær spilltu
nokkuð hver annarri.
Dönsku verkfræðingarnir telja
aðferð sína hafa þessa kosti fram
yfir eldri aðferðir: hún er ódýr-
ari í notkun, dregur úr starfsemi
baktería og annars huldugróðurs,
kemur í veg fyrir rýrnun, gerir
ónauðsynlega bleikingu eða sykr-
un ávaxta og gerir kleift að frysta
„grapefruit", appelsinur, tómata,
melónur og vínþrúgur í heilu lagi.
Sumsstaðar, t.d. í Bandaríkjun-
um, er bannað að nota ethyl alko-
hol við meðhöndlun matvæla þann-
ig að það komi í snertingu við
matvælin. En dönsku verkfræðing-
arnir segja að með aðferð þeirra
frjósi yfirborð matvælanna svo
snöggt, að þau nái ekki að drekka
í sig neitt alkohol.
—- Scientific American.
Spurt og svarað.
Framliald af 2. kápusíðu
Yfirleitt má segja, að nota megi
Giro-hreyfla í bíla og önnur farar-
tæki, sem ekki hafa langa áfanga
og eiga greiðan aðgang að hleðslu-
stöð, því að hlaða þarf orkugeym-
inn með stuttu millibili (eftir 3
til 4 km akstur). Aftur á móti
tekur hleðslan ekki nema 30—40
sekúndur.
Svör við „Jarðneskum spurning-
um“ á 4. kápusíðu.
1 — b 6 — b 11 — a
2 — b 7 — a 12 — a
3 — c 8 — b 13 — a
4 — a 9 — b 14'— c
5 — a 10 — c 15 — b
URVAL — tímarit. Kemur út 6 sinnum á ári.
Ritstjóri Gísli Ólafsson, Leifsgötu 16, Reykjavík. Afgreiðsla Tjarnar-
götu 4, Pósthólf 365. Fæst hjá bóksölum um land allt.
ÚTGEPANDI: STEINDÓRSPRENT H.F.