Úrval - 01.12.1952, Blaðsíða 85
Nœstum fullorðinn.
Saga
eftir Richard Wright.
T\AVE lagði leið sína yfir
akrana og horfði í áttina
heim í dvínandi dagsbirtunni.
Til hvers var að tala við negr-
ana sem voru að vinna á akrin-
um? Móðir hans var líka rétt í
þessu að bera kvöldmatinn á
borðið. Þessir negrar skilja ekki
nokkurn skapaðan hlut. Einn
góðan veðurdag ætlaði hann að
ná sér í skammbyssu og læra
að skjóta, þá myndu þeir hætta
að tala við hann eins og hann
væri smásnáði. Hann hægði
gönguna og horfði niður í jörð-
ina. Fjandinn hafi það, ég er
ekki hræddur við þá þó að þeir
séu stærri en ég! Bíðum við, ég
veit hvað ég geri . . . ég kem
við í búðinni hans Jóa gamla,
fæ lánaðan verölistann frá
Sears Roebuck og lít á skamm-
byssurnar, sem þeir selja.
Kannski lofar mamma mér að
kaupa eina þegar hún fær kaup-
ið mitt hjá karlinum honum
Hawkins. Ég ætla að biðja
hana um svolitla peninga. Eg
er orðinn nógu gamall til að
eiga skammbysssu. Ég er seyt-
ján ára. Næstum fullorðinn.
Hann greikkaði sporið og teygði
úr löngum, ltrangalegum fótun-
Richard Wright er amerískur rit-
höt’undur af negrakyni og allar sög-
ur hans fjalla um negrana í Banda-
ríkjunum og vandamál þeirra. Kunn-
asta bók hans, „Svertingjadrengur"
hefur komið út á íslenzku. Það eru
æskuminningar hans fram til 18 ára
aldurs, skrifaðar af ástríðufullri
hreinskilni, djúpu, skáldlegu innsæi
og næmum skilningi á sálarlífi
barna. Önnur kunnast bók Wrights
er skáldsagan „Native Son“, og hef-
ur henni verið jafnað við stórverk
Theodores Dreiser: „Bandarisk harm-
saga“.
um. Fjandinn hafi það, fullorð-
inn maður varð að hafa byssu-
hólk til að rísla við þegar
hann var búinn að þræla guðs-
langan daginn . . .
Hann kom að búð Jóa. Það
logaði á gulu Ijóskeri á dyra-
pallinum. Hann gekk upp tröpp-
urnar og fór inn um dymar og
heyrði hurðina skellast á eftir
sér. Inni var megn þefur af olíu
og makríl. Hann var fullur
sjálfstrausts þangað til hann sá
digra Jóa koma inn um bak-
dyrnar, þá fór kjarkurinn að
bila.
,,Sæll, Dave! Hvað ætlar þú
að fá?“