Úrval - 01.12.1952, Blaðsíða 37
Nú þegar Krupp liefur aftur fengið í hendur hinar miklu eigur sínar, gefst tilefni
til að rifja upp sögu þessa mikla vopnaframleiðanda. Sven Ulric Palme, dósent,
flutti nýlega eftirfarandi erindi í sænska útvarpið um Krupp. Kallaöi hann erindið —
Fallhyssukóngar og keisarar.
IJr „Hörde Ni“,
eftir Sven Ulric Palme, dósent.
TTINN 18. apríl 1913 kvaddi
þýzki sósíaldemókratinn og
friðarsinninn Karl Liebknecht
sér hljóðs í þýzka ríkisþinginu.
Ræða hans verkaði eins og
sprengja á þingheim. Ætlun
hans var að sú sprengja riði
að fullu risanum í þýzka her-
gagnaiðnaðinum, Friderich
Krupp félaginu í Essen. Sönn-
unargögnin, sem hann lagði
fram, voru furðuleg. Hann las
upp margar leyniskýrslur sem
hann hafði komizt yfir. Þær voru
ætlaðar Krupp og samdar af
ýmsum starfsmönnum í prúss-
neska hermálaráðuneytinu.
Skýrslurnar gáfu Krupp upp-
lýsingar um tilboð keppinauta
Krupps, atriði úr byggingalýs-
ingum og framleiðsluáætlunum.
Með þessar skýrslur í höndum
gat Krupp bolað burt öllum
keppinautum sínum um her-
gagnapantanir ríkisins.
Þetta voru í eðli sínu víðtæk-
ar iðnaðarnjósnir, en það voru
ekki fyrst og fremst þær, sem
Liebknecht beindi geiri sínum
að. Hann vildi sanna ríkisþing-
inu og þýzku þjóðinni, að Krupp
félagið hefði með þessu móti
í raun og veru aflað sér einok-
unar á vopnasölu til ríkisins og
í krafti hennar hækkað verðið á
brynstáli og fallbyssum, svo að
það væri nú næstum 150% hærra
en heimsmarkaðsverð, allt á
kostnað þýzkra skattþegna og
nauðsynlegra félagslegra um-
bóta.
Liebknecht krafðist gagn-
gerðrar rannsóknar af hálfu
þingsins á njósnastarfsemi her-
gagnaiðnaðarins og verðlagn-
ingu hans. Forsaga þessarar
kröfu var sem hér segir: Tveim
mánuðum áður hafði Liebknecht
afhent gögn sín þýzka hermála-
ráðherranum von Heeringen.
Ráðherrann varð skelfdur, þegar
hann uppgötvaði að óbreyttur
borgari, og það jafnvel einn af
þekktustu friðarsinnum samtíð-
arinnar í hópi sósíalista, skyldi
hafa komizt undir leka í ráðu-
neyti hans sjálfs, og hann brá
við og fyrirskipaði rannsókn.
Hann lét lögregluna opna allan
póst til Krupps og á þann hátt
f ékk hann á fáeinum dögum f jöl-
margar njósnaraskýrslur í við-
bót. Og þá greip hann í taum-
ana, lét handtaka umboðsmann