Úrval - 01.12.1952, Blaðsíða 93
NÆSTUM FULLORÐINN
91
'hægt niður. Rifin þrýstust út
af djúpu andvarpi, og svo valt
hún yfir á aðra hliðina.
Dave fannst maginn í sér vera
tómur, galtómur. Hann tók
skamrnbyssuna upp og hélt
henni varlega milli þumalfing-
urs og vísifingurs. Hann gróf
hana niður undir tré. Hann náði
sér í spýtu og reyndi að moka
mold yfir blóðpollinn, en hvað
stoðaði það? Þarna lá Jenný
með opin munninn og hvít og
starandi augu. Hann gat ekki
sagt Jim Hawkins að hann hefði
skotið múlasnann hans. En eitt-
hvað varð hann að segja. Jú, ég
get sagt að Jenný hafi fælzt og
rekizt á oddinn á plóginum . . .
en það gæti auðvitað tæplega
komið fyrir múlasna. Hann hélt
hægt af stað yfir akurinn og
var niðurlútur.
*
Það var komið sólsetur. Tveir
af mönnum Jims Hawkins voru
að grafa gröf við skógarjaðar-
inn, þar sem Jenný átti að
heygjast. Dave stóð í miðjum
áhorfendahópnum; allir störðu
á dauða múlasnann.
„Ég get ekki skilið hvernig í
ósköpunum þetta gat komið
fyrir“, sagði Jim Hawkins í tí-
unda skipti.
Hópurinn riðlaðist, og móðir
Daves, faðir hans og litli bróðir
ruddust inn í miðja þyrpinguna.
„Hvar er Dave?“ hrópaði
móðirin.
„Hann er þarna“, sagði Jim
Hawkins.
Móðir hans þreif í hann.
„Hvað kom fyrir, Dave? Hvað
hefur þú gert?“
„Ekkert.“
„IJt með það,“ sagði faðir
hans.
Dave dró andann djúpt og
sagði síðan söguna sem hann
vissi að enginn trúði.
„Jæja,“ sagði hann og dró
seiminn. „Ég fór með Jenný
hingað út eftir og ætlaði að fara
að plægja. Ég var næstum bú-
inn með tvö för eins og þið
sjáið.“ Hann þagnaði og benti
á plógförin. „En þá hljóp
einhver skrattinn í Jenný
gömlu. Hún varð alveg óvið-
ráðanleg. Hún fór að fnæsa og
slá. Ég reyndi að hemja hana,
en hún sleit sig lausa, jós og
prjónaði. Og svo, einmitt þegar
oddurinn á plógnum stóð upp
úr, þá sneri hún sér í hring og
rykkti sér til svo að oddurinn
rakst í hana . . . Svo fór að
blæða. Og áður en ég gat gert
nokkuð, var hún dauð.“
„Hafið þið nokkurntíma
heyrt annað eins?“ spurði Jim
Iiawkins.
Það voru bæði hvítir menn
og svartir í áhorfendahópnum.
Það kom upp kurr meðal þeirra.
Móðir Daves gekk til hans og
horfði hvasst á hann. „Segðu
sannleikann, Dave,“ sagði hún.
„Mér sýnist þetta líta út eins
og kúlugat,“ sagði einn af
mönnunum.
„Dave, hvað gerðir þú við
byssuna ?“