Úrval - 01.12.1952, Blaðsíða 105
LlFSREYNSLA
skiptið, sem hann kæmi í spila-
vítið.
„En þú mátt til að tylla þér
aðeins við spilaborðið, áður en
þú ferð. Það er ófyrirgefanlegt
að fara frá Monte Carlo, án þess
að freista gæfunnar. Þig munar
hvort sem er ekkert um að tapa
hundrað frönkum eða svo.“
„Það er mikið rétt, en faðir
minn var aldrei hrifinn af því
að ég færi hingað, og eitt af
þrennu, sem hann ráðlagði
mér sérstaklega, var að spila
ekki.“
En þegar Nikki hafði skilið
við kunningja sinn, reikaði hann
aftur að borðinu, þar sem verið
var að spila kúlnaspilið. Hann
stóð þar stundarkorn og horfði
á spilastjórann raka tapaða fénu
til sín og vinningunum til þeirra,
sem unnu. Kunningi hans hafði
á réttu að standa, það var kjána-
lega að fara frá Monte án þess
að freista gæfunnar einu sinni.
Það væri ný reynsla, og á hans
aldri varð maður að öðlast aila
þá reynslu, sem unnt var. í
raun og veru hafði hann ekki
lofað föður sínum að snerta ekki
á spilum, heldur að gleyma ekki
ráðleggingum hans. Það var
ekki alveg það sama. Hann
dró hundrað franka seðil upp
úr vasa sínum og lagði hann
hálffeimnislega á númer átján.
Hann valdi þá tölu af því að
það var aldur hans. Hann hafði
ákafan hjartslátt, meðan hann
fyigdist með snúningi hjólsins;
litla, hvíta kúlan þaut áfram eins
103:
og illgjarn púki; hjólið hægði á,
sér, litla, hvíta kúlan hikaði, var-
að því komin að stöðvast, en
fór aftur af stað; Nikki ætlaði
varla að trúa sínum eigin aug-
um, þegar hún datt niður í núm-
er átján. Hrúgu af spilapening-
um var ýtt til hans og hendur
hans titruðu, þegar hann tók
við þeim. Þetta leit út fyrir að
vera mikil fjárhæð. Hann var
svo utan við sig, að hann gleymdi
alveg að leggja undir í næstu
umferð; í raun og veru ætlaði
hann sér ekki að spila meira,
einu sinni var nóg; og hann varð
forviða, þegar átján vann í ann-
að sinn. Það var aðeins einn
peningur á því.
„Hamingjan góða, þér hafið
unnið aftur,“ sagði maður, sem
stóð við hliðina á honum.
„Ég? Ég lagði ekkert undir.“
„Jú, upphaflegu fjárhæðina.
Þeir láta hana alltaf standa,
nema maður óski eftir að fá
hana endurgreidda. Vissuð þér
það ekki?“
Annarri hrúgu var ýtt til hans,.
Hann sundlaði. Hann fór að telja
það sem hann hafði grætt: sjö
þúsund frankar. Hann varð
gagntekinn af kynlegri máttar-
tilfinningu; honum fannst hann
vera afburðasnjall. Hann hafði
aldrei vitað jafn auðvelda leið
til að afla sér peninga. Unglegt
og hreinskilnislegt andlit hans
ljómaði af fögnuði. Skær augu
hans mættu augnaráði konu,
sem stóð við hlið hans. Hún:
brosti.