Úrval - 01.12.1952, Blaðsíða 29
Þetta er saga um dæmafáa þrautseigju
föður í baráttunni fyrir lífi
drengsins síns.
Hetjuleg haráttao
Grein úr „Chatelaine“,
eftir Alma Edwards Smith.
I FÁTÆKLEGUM bóndabæ
í nánd við þorpið Archer-
will í Saskatchewanfylki í Kan-
ada býr Arthur Morton ásamt
konu sinni og börnum. Þau hjón-
in áttu tvö börn fyrir þegar
þeim fæddist sonur, hinn 25.
apríl 1947. Hann var skírður
Donald, og frá fyrsta degi knýtt-
ust milli þeirra feðganna sér-
staklega náin bönd. Þeir voru
saman öllum stundum. „Donald
var ekki eins og hin börnin,“
segir Ella Morton og lítur ást-
úðaraugum á þau. „Þau eru
mikil fyrir sér og finna upp á
allskonar vitleysu. En Donald
var alltaf kátur og glaður og
þolinmóður. Það þurfti svo lít-
ið til að gera honum glatt í
geði.“
Svo var það dag nokkurn þeg-
ar Donald var á þriðja ári, að
foreldrar hans tóku eftir að
hann stakk við. Þau fóru með
hann til læknis í Areherwill, 20
km í burtu. „En það var aðeins
fyrst eftir að hann kom á fæt-
ur, að greina mátti að hann væri
haltur,“ segir faðir hans. „Og
þegar við komum með hann til
læknisins, fann hann ekkert at-
hugavert.“
Veturinn gekk í garð og snjón-
um kingdi niður. Er frá leið
ágerðist heltan og Donald tók
að léttast. Á útmánuðum tóku
foreldrar hans eftir að hann
átti erfitt með að festa hendur
á leikföngum sínum. Hann rak
sig á húsgögnin og velti um
koll því sem á vegi hans varð.
Svo fékk hann heiftugt iðra-
kvef. Foreldarnir sáu ekki önn-
ur ráð en að freista þess að fara
með hann í sjúkrahús í Rose
Valley, 17 km handan við Arch-
erv/ill. Að kvöldi dags lagði Art-
hur af stað með Donald í yfir-
byggðum sleða í illri færð og
miklu frosti.
Ellu Morton var þungt um
hjarta þetta kvöld. Hún þráði
heitt að geta farið með manni
sínum og syni, en hún gat ekki
farið frá hinum börnunum, og
auk þess átti hún von á fjórða
barninu eftir fáeinar vikur. Hún
vafði Donald í hlý teppi, gætti
þess að nægur viður væri í litla
ofninum í sleðabyrginu og bað
þeim guðsblessunar. Arthur
4*