Úrval - 01.12.1952, Side 29

Úrval - 01.12.1952, Side 29
Þetta er saga um dæmafáa þrautseigju föður í baráttunni fyrir lífi drengsins síns. Hetjuleg haráttao Grein úr „Chatelaine“, eftir Alma Edwards Smith. I FÁTÆKLEGUM bóndabæ í nánd við þorpið Archer- will í Saskatchewanfylki í Kan- ada býr Arthur Morton ásamt konu sinni og börnum. Þau hjón- in áttu tvö börn fyrir þegar þeim fæddist sonur, hinn 25. apríl 1947. Hann var skírður Donald, og frá fyrsta degi knýtt- ust milli þeirra feðganna sér- staklega náin bönd. Þeir voru saman öllum stundum. „Donald var ekki eins og hin börnin,“ segir Ella Morton og lítur ást- úðaraugum á þau. „Þau eru mikil fyrir sér og finna upp á allskonar vitleysu. En Donald var alltaf kátur og glaður og þolinmóður. Það þurfti svo lít- ið til að gera honum glatt í geði.“ Svo var það dag nokkurn þeg- ar Donald var á þriðja ári, að foreldrar hans tóku eftir að hann stakk við. Þau fóru með hann til læknis í Areherwill, 20 km í burtu. „En það var aðeins fyrst eftir að hann kom á fæt- ur, að greina mátti að hann væri haltur,“ segir faðir hans. „Og þegar við komum með hann til læknisins, fann hann ekkert at- hugavert.“ Veturinn gekk í garð og snjón- um kingdi niður. Er frá leið ágerðist heltan og Donald tók að léttast. Á útmánuðum tóku foreldrar hans eftir að hann átti erfitt með að festa hendur á leikföngum sínum. Hann rak sig á húsgögnin og velti um koll því sem á vegi hans varð. Svo fékk hann heiftugt iðra- kvef. Foreldarnir sáu ekki önn- ur ráð en að freista þess að fara með hann í sjúkrahús í Rose Valley, 17 km handan við Arch- erv/ill. Að kvöldi dags lagði Art- hur af stað með Donald í yfir- byggðum sleða í illri færð og miklu frosti. Ellu Morton var þungt um hjarta þetta kvöld. Hún þráði heitt að geta farið með manni sínum og syni, en hún gat ekki farið frá hinum börnunum, og auk þess átti hún von á fjórða barninu eftir fáeinar vikur. Hún vafði Donald í hlý teppi, gætti þess að nægur viður væri í litla ofninum í sleðabyrginu og bað þeim guðsblessunar. Arthur 4*
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.