Úrval - 01.12.1952, Page 6

Úrval - 01.12.1952, Page 6
4 TJRVAL um gulnuðu blöðum sögunnar og fylgjast með örlögum St. Kilda af frásögnum samtíðar- vitna. Hinn 29. maí 1696 sigldi opinn bátur frá Harrissundi á Suðureyjum í átt til St. Kilda. Um borð var umboðsmaður eig- andans og fyrsti sagnfræðing- ur eyjunnar, Martin Martin. Hann skrifar: 1 litlu þorpi á austanverðri eynni búa 200 keltar. Hús þeirra eru lág, reist úr óhöggnum steini og stráþök- in eru hnýtt með reipum úr lyngi. Gegnum lítinn reykháf í þakinu gægist dauf dagskíma inn í sótuga baðstofu. Eldivið- urinn er mór, sem sóttur er upp í hæðirnar. I þykkum stein- veggjunum eru svefnhvílur fólksins. Skepnurnar eru hafðar í húsi á veturna og eru í sömu vistarveru og fólkið. Á eynni er aðeins einn bátur. Á vet- urna er hann í naust og er full- ur af grjóti til þess að hann fjúki ekki, en það var mesta ógæfa sem hent gat eyjar- skeggja.“ Árið 1705 sendi „Félagið til útbreiðslu kristindómsins" fyrsta prestinn til St. Kilda, Alexander Buchan. Skýrslur hans til yfirboðaranna voru undarlegar og 1728 var sendur prestur frá Suðureyjum til að rannsaka störf hans. Hann lýsir ferð sinni í bréfi: „Ég- kom til St. Kilda í júní- lok. Hið ömurlega ástand þar fékk rnjög á mig. Stóra bóla hafði geisað þar og af 21 fjöl- skyldu voru aðeins 4 lifandi og urðu þær að taka að sér 26 munaðarlaus börn. Einn eyjar- skeggja hafði farið til Suður- eyja og veikzt þar og dáið. Fötin hans voru send til St. Kilda með næstu bátsferð. Það var upphaf farsóttarinnar. Sér- stakt atvik sem sýnir vel hand- leiðslu guðs varð til þess að færri dóu en ella. 15. ágúst í fyrra voru 3 menn og 8 ungl- ingar fluttir til Borgareyjar og skyldu þeir vera þar í viku við hafsúluveiðar. En á þeim tíma brauzt farsóttin út og flestir karlmenn á eynni dóu. Það var ekki hægt að manna bát og veiðimennirnir á Borgarey kom- ust ekki heim fyrr en 13. maí í ár, þegar umboðsmaður eigand- ans kom í hina árlegu vitjun sína og bjargaði þeim.“ Þeir bjuggu í helli á eynni um veturinn og lifðu á fugla- og kindakjöti, því að nokkrar kind- ur voru á eynni. Milli 1759 og 1830 fara litl- ar sögur af eyjarskeggjum. Ár- ið 1837 skrifaði séra Neil Mackenzie eftirfarandi árstíða- lýsingu í dagbók sína: „Janúar. Strendur vorar eru enn auðar og yfirgefnar, en brátt munu íbúar þeirra koma aftur. Hafsúla sást 13. þ. m. Hér er mikið af bláhröfnum og krákum. Krákurnar eru illa séð- ar því að þær rífa upp strá- þökin í leit að korni og skor- dýrum. Eldiviðarskortur er til- finnanlegur, og alltaf þegar veð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.