Úrval - 01.12.1952, Side 61

Úrval - 01.12.1952, Side 61
HUGKLOFNUN. 59 dumbur, ónæmur fyrir sársauka og algerlega sinnulaus, þannig að gefa verður honrnn næringu gegnum slöngu. Hugklofinn er venjulega lík- amlega vanbúinn til þess að heyja baráttu við umhverfi sitt. Lífsþróttur hans er lítill. Hann virðist sljór og seinlátur og er stundum langtímum saman al- gerlega aðgerðalaus, líkt og hann liggi í dvala. Mestar líkur eru til að hann sé hár og renglulegur í vexti, beinastór, mittislaus, vöðvarýr, hálslangur og með áberandi framstandandi barkakýli. Venju- lega hefur hann lítið hjarta og grannar æðar, og er ekki skap- aður til að vinna erfiðisvinnu. Aflgjafarnir — skjaldkirtillinn, heiladingullinn og kynkyrtlarn- ir — eru einnig allajafna sein- virkir, þó að starfsemi þeirra sé að öðru leyti eðlileg. Og þegar líkamsheilsa hugklofans biiar, er það venjulega af völdum ein- hvers veiklunarsjúkdóms, eins og t. d. berkla, sem tiltölulega margir hugklofar deyja úr. Um arfgengi hugklofnunar er allt mjög á huldu, en þó bendir ýmislegt til að það sé einhvers ráðandi. Dr. Franz Kallman, geð- veikralæknir og erfðafræðingur í New York, sem er fróðari um allt er varðar eineggja tvíbura en nokkur annar sem ég þekki, fullyrðir, að ef annar eineggja tvíburi veikist af hugklofnun, séu aðeins 15% líkur til að hinn sleppi. Ef tvíburarnir hafa verið skildir að í bernsku og alizt upp við ólíkt umhverfi, vaxa lík- urnar upp í 25%. Að mínu áliti koma flestir hugklofar úr þeim hópi manna sem nefnast innhverfir — það eru dulir menn og hæglátir. Bænir þeirra eru sífellt: „Gerið það fyrir mig að hafa ekki svona hátt. Við skulum ekki flana að neinu. Við skulum hugsa málið vel fyrst.“ Hegðun innhverfans getur hneigzt svo mjög til vaxandi hlé- drægni og flótta frá athöfnum daglegs lífs, að taugalæknirinn sjái í henni hættu á geðbilun. Svo þarf þó ekki að fara, og oft tekst að snúa þróuninni við. Það þarf að minnsta kosti eitt- hvað annað að ske áður en tengslin við veruleikann slitna til fulls; hvað það er, vitum við ekki fyllilega enn. Hvað er það sem hugklofarn- ir eru að sækjast eftir með flótta sínum frá veruleikanum ? Hverj- ar eru skýringar geðveikralækn- isins á hegðun þeirra? í flótta sínum frá veruleikanum leitar hugklofinn hælis í ímyndana- heimi sínum. Jafnvel þegar í bernsku hefur hann sennilega verið í hópi þeirra barna, sem við köllum ,,róleg“, „góð“, „feim- in“, „hlédræg", „einurðarlaus", ,,dul“, ,,ófélagslynd“, „einræn“. Einnig er sennilegt, að þegar sem bam hafi hann lifað meira í dagdraumum en almennt ger- ist. Með því er ekki sagt, að dag-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.