Úrval - 01.12.1953, Síða 8
ÁFENGI í LÍKAMANUM.
Grein úr „Scientific American“,
eftir Leon A. Greenberg.
Vegna þess að áfengir drykkir hafa verið drjúgur þáttur í mann-
legu lífi frá alda öðli hafa álirif þeirra orðið upphaf mikilla þjóð-
sagna, sem nútíma lífeðlisfrœði hefur sýnt að eru bábiljur.
PVKKERT háttalag manna
hefur verið sveipað jafn-
miklu skröki og blekkingum og
víndrykkjan. Frá því áður en
sögur hófust hefur maðurinn
haft um hönd áfenga drykki og
í Bandaríkjunum neyta nú um
65% allra fullorðinna áfengis
— flestir aðeins við og við eða
í hófi og án þess að þeim verði
sýnilega meint af. En ofdrykkja
hefur alltaf verið vandamál, en
mismunandi mikið eftir þjóð-
flokkum og þjóðfélögum. Marg-
ur misskilningur um áhrif
áfengis hefur, því miður, or-
sakazt af sálfræði óttans, sem
notuð hefur verið til þess að
hræða menn frá drykkju. Þess-
ari grein er ætlað að gefa yfir-
lit um það, hvað af því verð-
ur í líkamanum.
Ethyl-alkóhól (vínandi), sem
er í áfengum drykkjum, er eitt
af mörgum alkóhólum. Það sem
einkum greinir það frá alkóhól-
um, sem eru ekki notuð til
drykkjar, er það, að líkaminn
breytir því mjög ört með ild-
ingu. Maður, sem drekkur y2
lítra á dag af whisky í dag er
alveg laus við áfengið úr lík-
amanum á morgun. En það
myndi taka hann um viku að
losna við sama magn af
methyl-alkóhóli (tréspírítus).
Auk þess ildir líkaminn methyl-
alkóhól í eitur, sem orkar á
taugarnar, veldur oft blindu
með því að ráðast á sjóntaug-
arnar.
Hreint ethyl-alkóhól er tær,
litlaus vökvi, lyktarlítill en
með brennandi bragði. Enginn
drekkur hreint alkóhól, það er
drukkið í vínum, öli eða sterk-
um drykkjum. Vín er jafn-
gamalt forsögumanninum.
Frumstæðar þjóðir vissu, að
ávaxtasafi, sem loft kemst að
á heitum stað, varð að fjörgv-
andi drykk. Ölgerð er líka
ævagömul, en eiming áfengis
er tiltölulega ný. Gerjun ávaxta-
safa orsakast af örsmáum
sveppum, sem komast í safann
með ryki úr loftinu. Ef nóg er
af sykri í safanum getur gerj-