Úrval - 01.12.1953, Page 15
SjáIfsmorðsárásir Japana
í styrjöldinni.
Grein úr „United States Naval Institute Proceedings“,
eftir Rikihei Inoguchi höfuðsmann og Tadashi Nakajima hershöfðingja.
1 OKTÓBER 19íA beið japanski flotinn mikinn ósigur við Filipps-
eyjar. Flugvélar frd ameriskum móðurskipum gerðu hatramar ár-
ásir á herstöðvar Japana á eyjunum og vamir þeirra voru að
bila. Á þessum örlagariku tímamótum i styrjöldinni varð hug-
myndin um sjálfsmorösárásir japanskra flugvéla á herskip til.
ANN 19 október, þegar
rökkrið var að síga yfir
Mabalacat flugvöllinn á Luzon,
bækistöð 201, deildar japanska
flughersins, ók svartur fólksbíll
að dyrum foringjabústaðarins
og Takijiro Ohnishi aðmíráll
steig út úr. Hann var yfirmað-
ur fyrsta japanska flughersins
og var talinn fremstur jap-
anskra hershöfðingja á sviði
flughernaðar. Hann kvaddi alla
foringja 201. deildar til fundar
og sagði:
„Ástandið er svo alvarlegt,
að örlög keisaradæmisins eru
komin undir því hvernig Sho
áætluninni reiðir af (Sho —
sigur — var hið kaldhæðnislega
nafn sem stjórnarvöldin í Tokyo
höfðu gefið hernaðaráætluninni
til varnar Filippseyjum). Flota-
deild undir forustu Kurita að-
míráls á að ráðast inn í Leyte-
flóann og gereyða flota óvin-
anna þar. Fyrsta flugflotanum
hefur verið falið að styðja þessa
árás með því að gera flug-
vélamóðurskip óvinanna óvirk
í viku að minnsta kosti.
En staða okkar er þann-
ig, að okkur duga ekki leng-
ur venjulegar árásaraðferðir.
Það er skoðun mín, að óvinirn-
ir verði einungis stöðvaðir með
því að láta Zero-orustuflugvélar
með 250 kg. sprengfur steypa
sér ofan á þilfar flugvélamóður-
skipanna.u
Það var eins og straumur færi
um áheyrendurna við orð aðmír-
álsins. Tilgangurinn með komu
hans var augljós: hann var að
hvetja menn til sjálfsmorðs-
árása.
Þegar Ohnishi aðmíráll hafði
lokið máli sínu bað Tamai, for-
ingi 201. deildar, leyfis til þess
að tala við sveitarforingja sína
um svo alvarlegt mál, sem þetta.