Úrval - 01.12.1953, Síða 16

Úrval - 01.12.1953, Síða 16
14 ÚRVAL Kann taldi víst, að flestir flug- manna sinna myndu gefa sig fram þegar þeir heyrðu um á- ætlunina. „Þeir sögðu fátt,“ sagði hann síðar, ,,en augu þeirra töluðu þeim mun skýrara máli um fúsleik þeirra til að deyja fyrir land sitt.“ Allir nema tveir gáfu sig fram. Ákveðið var, að Yukio Seki undirforingi stjórnaði árásinni. Hann var mikið kjarkmenni og frábær flugmaður og braut- skráður úr flotaháskólanum í Eta Jima. Þegar Tamai sagði honum fráútnefninguhans, hall- aði Seki sér fram á borðið, lok- aði augunum og hvíldi höfuðið í höndum sér. Hann var nýkvænt- ur þegar hann fór að heiman. I nokkrar sekúndur sat hann hreyfingalaus, nema að hnef- arnir krepptust svo að hnúarn- ir hvítnuðu. Svo lyfti hann höfð- inu, strauk aftur hár sitt og mælti skýrri, rólegri röddu: ,,Ég tek fúslega að mér að stjórna árásinni.“ Skömmu eftir sólarupprás 20. október ávarpaði Ohnishi að- míráll hina 24 kamikaze flug- menn*) og rödd hans skalf af geðshræringu: „Japan er nú í stórkostlegri hættu. Björgun lands vors er nú ekki á valdi ráð- herra, herráðs eða lágt settra hershöfðingja, eins og mín. Hún er á valdi hugdjarfra ungra manna eins og yðar.“ Það voru *) Kamikaze þýðir hinn guðlegi vindur. tár í augum hans þegar hann sagði: „Eg bið yður að leggja yður alla fram og óska yður góðs árangurs.“ Samskonar kvaðning kami- kaze flugmanna átti sér stað í öðrum flugstöðvum. Á Cebu voru allir flugmenn saman- komnir klukkan 6 að morgni hinn 20. október. „Sérhver sjálf- boðaliði,11 sagði flugsveitarfor- inginn, ,,á að skrifa nafn sitt og stöðu á blað og setja það í um- slag og loka því. Þeir sem ekki vilja gerast sjálfboðaliðar, setji auða miða, í umslagið. Þér fáið þrjár klukkustundir til að íhuga málið.“ Klukkan níu afhenti flugliðs- foringi rúmlega 20 umslög í bækistöð foringjans. Aðeins tvö voru með auðum miðum í. Hinn 25. október var fyrsta árangursríka kamikaze-árásin gerð; sex flugvélar hófu sig til flugs í dögun frá Davao á Suð- ur-Mindanao og löskuðu að minnsta kosti þrjú flugvélamóð- urskip. Sama morgun fór önnur sveit frá Mabalacat undir stjóm Seki. Flugmaður úr einni fylgd- arflugvélinni skýrir svo frá: „Þegar fjögur flugvélamóður- skip og sex önnur skip komu í augsýn bjóst Seki til árásar. Hann steypti sér ofanáeittflug- vélamóðurskipið; önnur flugvél hitti sama skip og steig mikill reykur upp af því. Tveir aðrir flugmenn hittu einnig, annar flugvélamóðurskip og hinn létt beitiskip.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.