Úrval - 01.12.1953, Side 17
SJÁLFSMORÐSÁRÁSIR JAPANA
15
Fréttir af þessum kamikaze-
árásum bárust um allan flotann.
Fennan sama dag fóru 93 or-
ustuflugvélar og 57 sprengju-
flugvélar í venjulegar árásar-
ferðir án þess að valda óvinun-
um nokkru tjóni. Kamikazeár-
ásirnar höfðu ótvírætt sannað
yfirburði sína.
Ohnishi aðmíráll var sann-
færður um, að óhjákvæmilegt
væri að f jölga þessum ómannúð-
legu árásum. Hann lagði áherzlu
á þetta við Fukudome aðmírál,
yfirmann annars flugflotans:
„Ekkert nema almenn notkun
þessarar árásaraðferðar getur
bjargað okkur.“
Kamikazeárásirnar voru nú
teknar upp í stórum stíl, ungir
menn buðu sig unnvörpum fram
til að efla „hinn guðlega vind“.
En nú seig óðum á ógæfuhlið.
Með hverjum degi varð ástand-
ið umhverfis Leyteey vonlaus-
ara. En með harðnandi sókn ó-
vinanna fjölgaði kamikazeárás-
unum. Þó kom að því að skortur
fór að verða á flugvélum, og 5.
janúar var síðasta stóra sjálfs-
morðsárásin frá Filippseyjum
gerð. Fimmtán orustuflugvélar
með sprengjur réðust á innrás-
arflotann í Lingayenflóanum
ng löskuðu eitt beitiskip og f jög-
ur flutningaskip*)
Fleiri japanskir ósigrar komu
í kjölfar falls Filippseyja. Ovin-
irnir gerðu innrás á Iwo Jima í
febrúar og Okinawa í apríl og
tóku Japönum kverkataki með
því. En sjálfsmorðsárásirnar
mögnuðust aðeins við þessa ó-
sigra — jafnvel æfingaflugvél-
ar voru nú sendar út af örkinni.
Nýtt sjálfsmorðsvopn var nú
tekið í notkun: rakettuknúið
1800 kg. flugskeyti var fest við
,,móður“-flugvél. Þegar skot-
mark kom í augsýn var skeytið
losað frá og sjálfboðaliði, sem
í því sat stýrði því í mark. Sveit
flugmanna, sem æfð var til að
stýra þessum skeytum var köll-
uð Jinrai Butai (sveit hinna
guðlegu þrumufleyga), en með-
al óvinanna hlaut hún viður-
nefnið „Baka- (bjána) sprengj-
an“.
„Baka sprengjur" voru not-
aðar í stórárásinni á Okinawa
12. apríl. Til þess var tekið hve
flugmaðurinn sem stýrði fyrsta
skeytinu, var æðrulaus. Milli
æfinga hafði hann séð um að-
drætti fyrir mötuneyti liðsfor-
ingjanna. Síðustu orð hans áður
en hann fór upp í móðurflug-
vélina til árásar voru: „Takið
á móti nýju strámottunni sem
ég pantaði fyrir mötuneytið.“
Hann svaf vært á fluginu til
*) Skýrslur ameríska flotans um
orustuna bera vott um, að tjónið hafi
verið meira en Japanir vissu. 1 henni
.segir, að tvö beitiskip hafi laskast,
«itt flugvélamóðurskip og einn tund-
urspillir. Ástandið var svo alvarlegt,
að móðurskipunum, sem nota átti tii
árásar á Formósu 7. janúar, var hald-
ið eftir við Luzoney.