Úrval - 01.12.1953, Qupperneq 19
Mannfræðilegnr samanbnrður á Icvikmynda-
íramlei ðendum í Hollywood og villi-
miiimum á Suðurliafseyjum.
Meðal rillimanna í Holiywood.
Grein úr „Magasinet",
eftir Törk Haxthausen.
YITNISBURÐUR augans er
óhrekjanlegur. Jafnvel hin
eindregnasta skírskotun til
skynseminnar getur ekki með
<öllu sannfært sjónarvottinn um,
að honum missýnist, djúpt í vit-
undinni lifir myndin, sem augað
sá, óafmáanleg. Já, en ég sá það
sjálf, segir meðvitundin, það er
sama hvað þið segið, ég sá það.
Þetta er ástæðan til þess að
kvikmyndin er jafn viðsjárverð-
ur gripur og raun ber vitni. Það
sem kvikmyndin segir, smýgur
rakleitt gegnum allar fyrirfram
myndaðar skoðanir áhorfand-
ans, og er tekið sem afdráttar-
laus sannleikur á meðan á sýn-
Ingunni stendur. Á eftir er hægt
að rökræða kvikmyndina, en
aldrei á meðan verið er að sýna
hana, og á eftir er það of seint.
Að jafnaði hvarflar ekki að
manni, að nokkuð sé að rök-
ræða; varla meira en ein af
hundrað myndum hefur það sem
við köllum ,,boðskap“ að flytja,
hinar eru allar skemmtimyndir,
sem ekki reka áróður fyrir neinu.
Að minnsta kosti ekki svo að
liggi í augum uppi. En er ekki
kvikmynd, sem t. d. fjallar um
mann, sem gengur í gegnum
hverskonar þrekraunir og býð-
ur öllum hættum birginn til þess
að framkvæma eitthvað, sem
færir honum auð, völd og fagra
konu, gjörólík mynd, sem lætur
aðalhetjuna þola nákvæmlega
sömu raunir, en í því augnamiði
að koma til leiðar einhverju til
gagns fyrir samfélagið? Og er
það ekki siðferðilegt mat, sem
leikstjóri og höfundur kveða
upp þegar þeir ákveða hvort
hetjan á að sigrast á erfiðleik-
unum í krafti skynsemi sinnar
og hæfileika, eða hvort hnefa-
rétturinn á að ráða úrslitum?
Það eitt, að höfundurinn sleppir
því, sem honum geðjast ekki að
eða telur ekki máli skipta, er
í rauninni að taka afstöðu. Ame-
rískar siðgæðishugmyndir eru,
sem kunnugt er, fráburgðnar ev-
rópskum siðgæðishugmyndum;
samt er hávaðinn af þeim kvik-
myndum, sem sýndar eru hér
austanhafs, amerískur, og eng-
inn tekur eftir siðalærdómi