Úrval - 01.12.1953, Qupperneq 32
30
ÚRVAL
legri en ályktun nokkurs ein-
staklings, því að hún byggist á
reynslu og þekkingu margra ó-
líkra manna.
5. Þeir nota „frystiaðferð-
ina“ sem þeir kalla svo, þ. e. þeir
fresta ákvörðun ef fundarstjór-
inn finnur, að allir eru ekki á
einu máli um niðurstöðuna.
6. Þeir leita sífellt eftir stað-
reyndum í stað skoðana, einkum
skoðana, sem byggðar eru á til-
f inningum. Fyrir nokkrum árum
bar svo við, að grafreitur við
samkomuhús kvekara var full-
notaður. Kom nú til álita fundar
hvar nýr grafreitur skyldi val-
inn. Sumir vildu stækka gamla
graf reitinn með því að taka hluta
af barnaleikvellinum við skól-
ann. Hér var á ferðinni tilfinn-
ingamál, sem gaf ríkulegt tilefni
til ágreinings — annarsvegar
leikvangur æskunnar, hinsvegar
hinzti hvílustaður ellinnar. Það
fór líka svo, að formaðurinn
varð hvað eftir annað að fresta
ákvörðun. Loks, eftir sex mán-
uði, komst safnaðarnefndin að
einróma niðurstöðu. Verkfræði-
leg athugun hafði leitt í ljós, að
hægt var að stækka grafreitinn
án þess að skerða leikvöllinn.
Staðreyndirnar leystu úr ágrein-
ingnum.
Þetta eru nokkrar af þeim að-
ferðum, sem kvekarar nota til
að komast að einróma niður-
stöðu. Sumir lesendur munu
halda því fram, að mörg vanda-
mál sé ekki unnt að leysa með
einróma samþykki, og skal ég
fúslega játa það. Auk þess eru
fæst okkar jafnþolinmóð og
kvekarar. En þeir hafa sýnt,
að þetta er hægt, og að það
stangast ekki á við neitt í mann-
legu eðli. Vafalaust mætti koma
í veg fyrir margar heimiliserj-
ur, ef aðferð kvekara væri not-
uð við umræður um vandamál
heimilisins.
Vitur maður sagði einu sinni,
að koma mætti í veg fyrir allar
deilur, ef unnt væri að leggja
fram meginstaðreyndirnar í
hverju máli. Þetta krefst ná-
kvæmrar og óvilhallrar frétta-
þjónustu, þolinmæði við öflun
staðreynda og skynsamra
manna til að vega þær og
meta.
Þegar deilurnar um MacArt-
hur risu sem hæst í Bandaríkj-
unum, spurði blaðamaður lög-
reglumann í San Francisco um
álit hans á málinu. „Allir tala,“
sagði lögregluþjónninn, „en eng-
inn veit hvað hann er að tala
um.“ Skoðanir fyrst, staðreynd-
ir síðast: afleiðingin öngþveiti
og ringulreið. Vonandi kemur
einhvern tíma að því að röðinni
verður snúið við og við öðlumst
skilning.
Látum vera þó að sagan endurtaki sig — hitt er verra, þeg-
ar fólk endurtekur sögur sínar. — Politiken.