Úrval - 01.12.1953, Qupperneq 42
Brúðan hennar Bernadettu*
Smásaga
eftir Janos Bókay.
Sagan, sem ég ætla að segja
ykkur, er ekki löng og kann að
virðast ómerkileg, en þó er hún
ein minna ljúfustu minninga.
Einu sinni, aðeins einu sinni hef-
ur mér tekizt að framkvæma
hlut án þess að bregðast, án
þess að spilla honum, án þess
að nokkur skuggi félli á hann.
1 minningum felst angur,
vegna þess að á bros þeirra, á
birtu sakleysis þeirra fellur
skuggi sjálfra vor. Örlögin koma
jafnan í veg fyrir það með glott-
andi meinfýsi, að verkið verði
jafn hreint og tilgangurinn var.
Tilgangurinn er oft fagur, hann
er vakinn af einhverri hræringu,
þrá eftir einhverju betra, ein-
hverju æðra. En framkvæmdin
mótast af ringulreið mannlegrar
skapgerðar. Steigurlæti, raup-
semi, öfundsýki, reiðigirni,
ímynduð karlmennska, eða and-
stæðurnar: þrekleysi, lítil-
mennska, augnaþjónusta. Oss
getur þótt innilega vænt um fólk
og viljum vera því góð. En svo
koma þau augnablik, nærri ó-
sjálfrátt, að vér spillum því, er
fegurst var í lífinu. Vér særum
aðra. Minningarnar angra oss
vegna þess að þessi örlaga-
þrungnu augnablik rif jast ávallt
upp fyrir oss, vér sjáum frum-
hlaupið fyrir oss og það varp-
ar skugga á minninguna.
En eina minningu á ég þó, að
vísu smáa og lítilf jörlega, en ...
Ég var tvítugur þá og það
var ágúst. Ég var að lesa bók,
skáldrit, og ég lifði mig inn í
þessa bók eins og þeir einir geta,.
sem eru tvítugir. Bókin hét:
„Bernadetta mín litla“, og höf-
undurinn var Francis Jammes,.
það skáld, er mér þótti vænna
um og þykir vænna um enn
þann dag í dag en nokkurt ann-
að skáld. Ekki vegna þess að
hann sé mestur, að hann yrki
fegurstu ljóðin, heldur sökum
þess, hve lítið hann lætur yfir
sér. Hann er skáld inn í innstu
rætur sálarinnar.
Ég vissi allt um hann. Ég sá
fyrir mér mikið, vingjarnlegt
skeggið, rósviðarpípuna, sem
hann dreymir við, barðabreiða
stráhattinn, sem er vörn gegn
hita sólar og nærgöngulum bý-
flugum, — suður við Pýrenea-
fjöll ganga asnarnir með sams-
konar hatta. Ég sá íhugul, blá
augun. Ég sá þögult, svalt hús-
ið við Pau, djúpan brunninn og
sólrósirnar, er snúa krónum sín-
um að honum. Ég þekkti hund-
ana hans, sem eru í eltingaleik
umhverfis hann og sleikja hend-