Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 53
RÉTTIR DAGAR Á RÖNGUM STAÐ
51
sumum störfum vegna þess, að
dagurinn væri óheilladagur. En
ísraelsmenn höfðu farið að
halda sjöunda daginn — sabbat
þýoir sjö — sem hvíldardag,
helgaðan guði og kristnir menn
tóku í staðinn sunnudaginn,
upprisudaginn. Og með kristn-
um dómi breiddist sjödagavik-
an og sunnudagurinn og júlí-
anski kalenderinn yfir heim-
inn.
En tíminn leið og smátt og
smátt kom fram skekkja í nýja
tímatalinu. Árstíðirnar fóru að
dragast afturúr almanakinu og
sólin komst fyrr og fyrr í
marsmánuði í vorjafndægur.
Um 1400 rnunaði meiru en viku
og páfarnir spurðu stjörnu-
spekingana til ráða. En það
drógst, að nokkuð væri að gert.
Skekkjan var í því fólgin, að
Sesar hafði, eins og Egyptar,
talið árið 365Í/4 dag, og það
var, eins og áður var sagt, 11
mínútum og 14 sekúndum of
langt, eða V129 hluta úr sólar-
hring. Þessvegna varð alma-
nakið einum degi á undan eftir
129 ár og það var farið að gera
vart við sig. Loks greip Greg-
oríus páfi XIII í taumana og
bauð, að frá 1528 skyldi fram-
vegis fjórða hvert ár vera
hlaupár með 366 dögum —
nema aldamótaárin þar sem
tveir fyrstu stafirnir væru ekki
deilanlegir með 4. Árið 1600
varð hlaupár og árið 2000 verð-
ur það líka, en ekki 17, 18 og
1900. Og nú er tímatalið svo
nákvæmt, að munurinn verður
fyrst einn dagur eftir 3000 ár.
Hér í Svíþjóð tókum við seint
upp nýja tímatalið, ekki fyrr
en árið 1753.
Hversvegna flytjast páskar?
Þriðja breytingin á kalender
Sesars snerti páskana. Hjá
Gyðingur var páskahátíðin frá
fornu fari um vorjafndægur,
þegar lambinu var slátrað og
ósýrða brauðið var brotið í
tunglfyllingu, fjórtándu nóttina
í mánuðinum Nisam, í minn-
ingu flóttans úr Egyptalandi.
Kristnir menn minntust upp-
risu Krists sunnudaginn eftir
fyrstu tunglfyllingu eftir jafn-
dægur á vori. Stundum verður
tunglfylling strax eftir jafn-
dægrin 21. marz, stundum mán-
uði seinna og eftir þessu flytj-
ast páskarnir til, frá 22. marz
til 25. apríl og hvítasunnan
verður svo 7 vikum seinna.
Þetta er ekki það eina, sem
er óreglulegt í kalender okkar.
Árið 1953 var nýársdagur á
fimmtudegi og 1954 á föstu-
degi 0. s. frv. Það er vegna
þess að 52 vikur eru 364 dagar,
en árið hefur einum degi betur
og hlaupárið tveimur.
Þá eru líka mánuðirnir mis-
langir, 30—31 dagar og febrú-
ar hefur aðeins 28 daga eða 29
ef hlaupár er. Fyrsti ársfjórð-
ungurinn hefur 90 daga í
venjulegu ári, annar ársfjórð-
ungurinn 91, þriðji og fjórði