Úrval - 01.12.1953, Side 56
Einn kunnasti blaðamaður heims, höfundur
„Inside Europe“, „Inside Asia“, „Inside U.S.A.“
o. fl. bóka gefur giökkt yfirlit
yfir ástandið' í Afríku.
Eru dagar hvítra manna
í Afríku taldir?
Grein úr „Reader’s Digest“,
eftir John Gunther.
Við hjónin ferðuðumst nýlega
í níu mánuði um þvera og
endilanga Afríku, landflæmi,
sem er þrefalt stærra en Evr-
ópa. Þarna búa 198 milljónir
manna, þar af aðeins 5 milljónir
Evrópumanna. Hinir eru allir
innfæddir Afríkumenn, ef frá
eru taldir nokkur hundruð þús-
und Indverjar og aðrir Asíu-
menn.
Við heimsóttum 87 staði og
áttum viðtöl (sem við skrifuð-
um niður) við meira en 1000
manns — sem næst sinn helm-
ing af hvorum, hvítum og svört-
um. Við hittum sérkennilega
stjórnendur sérkennilegra staða
eins og Súltaninn í Zanzibar,
pashann í Marrakesh og ka-
bakinn (konunginn) í Uganda.
En við hittum líka bændur, sem
telja sig lánasama, ef þeir hafa
160 króna árstekjur.
1 Basútólandi, brezku land-
svæði sem umkringt er af Suð-
urafríkusambandinu á aila vegu,
hittum við verkfræðing, sem
átt hefur heima í Afríku alla
ævi. Hann sagði: „Ég ætla að
senda börnin mín til Kanada.
Við hvítir menn enun búnir að
vera hér í þessari álfu; hún
verður alsvört innan tuttugu
ára.“
í Kongó hitti ég Belgiumann,
sem þekkir Afríku vel, þykir
vænt um hana og hefur grætt
milljónir á henni. Ég spurði
hvort hann héldi að hvítum
mönnum yrði lengi vært hér.
Hann sagði: „Einhverntíma
kemur að því, að við verðum að
láta fara fram kosningar. Eftir
það reikna ég með fimm árum.“
Ekki voru allir, sem við hitt-
um, á sömu skoðun og þessir
menn, en hún var merkilega út-
breidd. Það var næstum eins og
dulvituð tilfinning, að dagar
Evrópumanna í Afríku væru
taldir og að ekkert geti til
lengdar haldið niðri þjóðemis-
vakningu Afríkumanna.